is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27889

Titill: 
  • Flokksblaðamennska og orðræða fjölmiðla : umræða Morgunblaðsins og Þjóðviljans árin 1949-1955 um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um umræðu Morgunblaðsins og Þjóðviljans á árunum 1949-1955 um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og varnarsamninginn við Bandaríkin sem gerður var árið 1951. Skoðaðar eru fréttir og leiðarar úr blöðunum og rýnt í frásagnarmáta þeirra af ákveðnum atburðum og ágreiningsmálum. Bækur voru einnig notaðar, einkum við öflun fræðilegra heimilda um fjölmiðla, blöðin tvö, ritstjóra þeirra og stöðu stjórnmála á tímanum sem um ræðir. Leitast er við að svara spurningunni um hvort flokksblaðamennska hafi haft áhrif á fréttaflutning blaðanna af utanríkismálum Íslands á tímabilinu og hvort umfjöllun þeirra hafi verið hlutdræg vegna flokkstengsla blaðanna tveggja.
    Mikilvægi hlutleysis fjölmiðla er haft að leiðarljósi við greiningu á umfjöllun Morgunblaðsins og Þjóðviljans um þessi mál og er fréttastefna RÚV höfð til viðmiðunar. Bornar eru saman fréttir og leiðarar blaðanna frá þessu tímabili og að auki er efni eftir ritstjóra Þjóðviljans og Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra skoðað nánar.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að flokksblaðamennska hafði greinileg áhrif á frásagnarmáta blaðanna og setur hún mark á umfjöllunina um þau málefni sem skoðuð voru. Blöðin töldu sig bæði hafa hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi með skrifum sínum, en ástæðurnar fyrir skoðunum þeirra voru gjörólíkar. Stjórnmálaafstaða Þjóðviljans kemur skýrar fram en Morgunblaðsins og fóru Þjóðviljamenn ekki leynt með hana. Blöðin gagnrýndu hvort annað ákaft og leyndu ekki áliti sínu á andstæðum skoðunum hvors annars. Morgunblaðið og Þjóðviljinn höfðu einnig andstæða afstöðu til utanríkismála á þessum tíma og fer það ekki á milli mála við skoðun á umfjöllun þeirra og orðræðu frá þessum árum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis focuses on the discourse and narrative of two Icelandic newspapers, Morgunblaðið and Þjóðviljinn, during the years 1949-1955, in their writings about the membership of Iceland of the North Atlantic Treaty Organisation (NATO) and the defence agreement with The United States of America which was made in 1951. News, editorials and articles from both papers are examined with special focus on analysing the narrative of specific controversial issues. Books were also used,
    especially for the provision of media theory in general, material about the two newspapers, their respective editors and the political situation that prevailed during this particular period. An attempt is made to answer the question whether political journalism influenced the discussion of the papers about Iceland’s foreign affairs and whether their narrative mode was biased because of the political connections of the two papers. The importance of media neutrality is kept in mind in the analysis of the discourse and narrative of Morgunblaðið and Þjóðviljinn about these issues, and the news policy of The Icelandic National Broadcasting Service (RÚV) is used as reference. News and editorials from the papers from this period are compared, and in addition, material written by the editor of Þjóðviljinn and by Bjarni Benediktsson, the Minister of Foreign Affairs was reviewed especially.
    The conclusion of the dissertation is that political journalism clearly affected the discourse and narrative mode of the papers, and influences the discussion of the issues which were examined. Both papers presumably wrote their material with Iceland’s best interests in mind, but the
    ground for their views stemmed from very different political opinions. The position of Þjóðviljinn was more clearly expressed than that of Morgunblaðið and in addition, Þjóðviljinn’s journalists did nothing to conceal their political opinion. Both papers openly expressed their contradictory beliefs and criticism of each other’s views. Morgunblaðið and Þjóðviljinn also had completely opposite attitude towards foreign affairs during the period in question, which becomes apparent by looking at their narrative and discourse from these years.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hera Melgar - Flokksblaðamennska og orðræða fjölmiðla.pdf344.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna