Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27890
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. gráðu í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Í ritgerðinni er gert því skil hvort að hraði frétta hafi meira vægi en gæði við gerð frétta á vefmiðlum með áherslu á málfar og stafsetningu fréttamanna.
Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir þá fræðilegu þætti sem tengjast og styðja við rannsóknina í seinni hlutanum. Þar er farið yfir þróun fjölmiðla, skilgreiningar og hlutverk vefmiðla, auglýsingar á vefmiðlum, málfar fréttamanna, hraðan í vefmiðlum, sögu Ríkisútvarpsins og Morgunblaðsins.
Í seinni hluta ritgerðarinnar er farið yfir rannsókn höfundar á vefmiðlunum www.mbl.is og www.ruv.is, þar sem gæði og hraði miðlanna var borið saman. Þrír fimmtudagar fóru í rannsóknina þar sem skoðaðar voru allar fréttir birtar á miðlunum tveimur, frá miðnætti til miðnættis. Tilgangurinn var að skoða ýmsa þætti í hverri einustu frétt, þ.e. orðafjölda, stafsetningar- og málfarsvillur, leiðréttingar, uppfæringar og hvort mikið efni væri endurunnið úr öðrum miðlum, ss. ljósvakamiðlum og dagblöðum.
Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að sýna fram á hvor miðillinn leggði meira upp úr gæðum fremur en hraða og hvort að auglýsingatekjur hefðu hugsanlega einhver áhrif á þessa þætti.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom í ljós að ruv.is er vandaðri miðill skv. þeim gögnum sem aflað var.
This essay is a final essay towards a B.A. degree in media studies from the University of Akureyri. The essay aims to shed light on whether the speed with which a news story is written is valued more than the quality of the work when it comes to digital media, with emphasis on how well the journalists use grammar and spelling.
The first part of the essay covers the theory connected to and supporting the research in the latter half. That includes media development, definitions and the role of digital media, advertisements in digital media, how journalists use language, the speed of digital media, the history of The Icelandic National Radio and the newspaper Morgunblaðið.
The latter half of the essay deals with the author’s research on the digital media outlets www.mbl.is and www.ruv.is, where the quality and speed of news stories were compared. The author read every story published by the two media outlets, on three consecutive Thursdays. The purpose was to examine different factors in each story, e.g. the number of words, grammatical and spelling errors, corrections, updates and whether many stories were being recycled from other media outlets, such as television and newspapers.
The purpose of the research was to show which of the two media outlets valued quality above speed and whether advertising revenue possibly affected these factors. The research concluded that ruv.is had more quality overall according to the data collected.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ingibjörg B- Fréttir á vefmiðlum - Hraði á kostnað gæða.pdf | 961.92 kB | Open | Heildartexti | View/Open |