Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27891
Oft er talið að unglingar stjórnist af hormónaflæði og tilfinningum. Hegðun þeirra er oft á tíðum kæruleysisleg og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt er að greina hvernig unnt er að hafa áhrif á hegðun þeirra og líðan, í þeim tilgangi að draga úr líkum á að þeir þrói með sér áhættuhegðun, m.a. depurð, ofbeldi og fíkniefnanotkun. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort tengsl væru milli sameiginlegra kvöldverða með foreldrum og áhættuhegðunar unglinga. Einnig var skoðuð upplifun íslenskra unglinga af samskiptum innan fjölskyldna þeirra. Notast var við gagnasafn íslenska hluta alþjóðlegu rannsóknarinnar „Heilsa og lífskjör skólanema” (e. Health Behaviour in School-Aged Children; HBSC) sem snýr að heilsu, velferð og félagslegu umhverfi 11 til 15 ára. Gagnasafnið inniheldur svör unglinga í 10. bekk á Íslandi veturinn 2013/2014 og er því um þýðisrannsókn að ræða. Tengsl milli sameiginlegrar kvöldmáltíðar og áhættuhegðunar var mæld með Spearman´s rho. Niðurstöður leiddu í ljós að stærsti hluti íslenskra unglinga borðar reglulega kvöldverð með foreldrum sínum. Einnig upplifa þeir almennt góð samskipti innan fjölskyldna sinna, meðal annars á þann hátt að hlustað sé á það sem þeir hafi að segja. Þrátt fyrir þetta reynist um mjög væg tengsl að ræða milli sameiginlegra kvöldmáltíða á íslenskum heimilum og áhættuhegðunar unglinga en slíkt er í ósamræmi við niðurstöður ýmissa erlendra rannsókna.
Lykilorð: Unglingar, áhættuhegðun, fjölskyldumáltíð, samskipti, depurð, slagsmál, kannabisneysla.
People often say that teenagers are controlled by their hormones and emotions. Their behavior is often erratic with dire consequences. Therefore, it's important to analyze and understand what drives a teenager’s emotional life with the aim to reduce the likelihood of them developing high risk behavior, e.g. depression, violence and substance abuse. The aim of the study was to find out if there was a correlation between family dinners and the development of risk behavior in teenagers, also to gain insight into how teenagers experience communication within their families. The data used is derived from the Icelandic version of the International Study of Health Behavior in School-Aged Children (HBSC) and contains answers related to young people's well-being, health behaviors and their social context. The database used in this research holds answers 15 - 16 years old adolescents in Iceland from the winter of 2013/14 and is therefore a population study. Correlation between family dinners and high risk behavior in adolescent was measured with Spearman’s rho. Findings showed that majority of Icelandic adolescent dined regularly with their parents. The adolescent also reported experiencing good communications within their families, including someone listening to what they have to say. Despite these findings, there seems to be a very low correlation between family dinners and high risk behavior of adolescent, this contradicts foreign studies looking at similar things.
Keywords: Adolescent, high risk behavior, family dinner, communication, depression, fighting, cannabis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðný Guðmarsdóttir og Klara Lind Jónsdóttir - skil í skemmu.pdf | 526.39 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |