is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27893

Titill: 
 • Margt smátt gerir eitt stórt : leiðir sem fyrirtæki geta nýtt sér til að koma upplýsingum til starfsmanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Til að svara rannsóknarspurningunni um hvaða vettvang fyrirtæki nota til að miðla upplýsingum til starfsmanna sinna er skoðað hvernig stórt íslenskt fyrirtæki gerir það. Það er mikilvægt að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt þegar skapa á eina heild.
  Fyrirtækið notar fjölbreyttar leiðir til að miðla upplýsingum til starfsmanna sinna. Þær leiðir sem fjallað er um í þessu verkefni eru innrivefur, tölvupóstur, útgáfa starfsmannablaðs, fjarkennsluvefur og samfélagsmiðillinn Workplace. Hver leið sinnir ólíku hlutverki en allar vinna þær saman í að koma upplýsingum á sem bestan hátt til starfsmanna fyrirtækisins. Það er ekki einn vettvangur sem fyrirtæki geta nýtt til að koma upplýsingum áleiðis til starfsmanna sinna heldur er best að nýta mismunandi leiðir til að koma mismunandi upplýsingum til skila.
  Fræðsla fer fram í gegnum fjarkennsluvef. Það er gert til að tryggja að starfsmenn hafi sama aðgang að námskeiðum og þjálfun sama hvar á landinu það er staðsett. Með því móti getur starfsfólk vaxið í starfi, aukið þekkingu sína og þjónustað viðskiptavini fyrirtækisins betur. Á innrivefnum er ýmislegt sem starfsfólk nýtir sér í sínum daglegu störfum svo sem símaskrá fyrirtækisins, hlekkir inn á aðra vefi fyrirtækisins. Til viðbótar við það eru svo matseðlar mötuneyta, gæðahandbók fyrirtækisins, upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanna, viðbragsáætlun og ýmsar leiðbeiningar geymdar þar inni. Innrivefurinn er í raun hugsaður sem fyrsta stopp sama hverju starfsmenn leita að í tengslum við starf sitt.
  Starfsmannablað er gefið út að jafnaði tvisvar á ári og inniheldur viðtöl og greinar sem tengjast því sem er í gangi í fyrirtækinu ásamt skemmtiefni tengdu starfsfólkinu. Starfsmannablaðið er notað til að halda starfsfólki upplýstu um það helsta sem er í gangi innan fyrirtækisins.
  Þrátt fyrir að niðurstöður þessa verkefnis gefi góða vísbendingu um hvaða vettvang fyrirtæki nota til að koma upplýsingum áleiðis til starfsmanna sinna er nauðsynlegt að rannsaka viðfangsefnið betur. Það mætti gera með því að skoða hvernig fyrirtæki af svipaðri stærð koma upplýsingum áleiðis til starfsmanna sinna.
  Lykilhugtök: Upplýsingagjöf, Fræðsla, Starfsmenn

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  In this thesis, a closer look is taken at how companies deliver information to their employees. The main focus is on what steps a large company in Iceland takes to inform and educate their staff and how many small things make a whole.
  The company uses various ways to get information to their employees. The ways that are looked at in this thesis are as follows; intranet, e-mail, company newsletter, e-learning and the social media site Workplace. Each way has a different purpose and all of them are linked together to deliver information to employees in the most efficient way. Education and training goes through an e-learning site. That is used to ensure that every employee receives the same training and education no matter where their job is based. The result being that employees can advance within the company increase their knowledge and give customers better service. The intranet contains the company´s phonebook, links to systems the company uses, the menu for the cafeteria along with the responsibilities and labour rights of the employees. The intranet is the first place employees can look at to help them in their daily jobs.
  The company´s newsletter is published twice a year and contains interviews and articles about company related matters. It also contains lighter material relating to the employees. The company newsletter keeps employees informed about what is happening within the company.
  Even though the conclusion of this thesis can give clues about what venues companies utilize to relay information to their employees there is a reason to explore this issue further. That might be done by examining how other companies of similar size relay information to their employees.
  Keywords: Information, Education, Employees

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2137.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margt smátt gerir eitt stórt.pdf6.06 MBLokaður til...01.05.2137HeildartextiPDF