Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27896
Neysla ungmenna á kannabis eykur líkur á fíkn og getur leitt til geðrænna vandamála hjá viðkomandi einstaklingum með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði. Í ljósi þessa er mikilvægt að finna verndandi þætti sem fresta eða koma í veg fyrir slíka áhættuhegðun. Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig mismunandi uppeldisaðferðir foreldra tengjast kannabisnotkun ungmenna í 10. bekk grunnskóla á Íslandi. Til þess er notast við gögn úr þýðisrannsókninni „Ungt fólk 2016.“ Þeir þættir sem litið var á í úrvinnslu gagna voru samvera með foreldrum, stuðningur og eftirlit þeirra og reglur á heimili. Aðeins 7,1% ungmennanna höfðu einhvern tímann notað kannabis. Prófuð var sú rannsóknartilgáta að tengsl væru á milli allra fjögurra fyrrnefndra uppeldisþátta og kannabisneyslu ungmenna þegar stjórnað væri fyrir kynferði, fjárhagstöðu fjölskyldunnar og viðhorfi jafningja gagnvart kannabisneyslu. Niðurstöður leiddu í ljós að neikvætt samband var milli samveru með foreldrum, stuðnings og eftirlits annars vegar og þess að prófa kannabisefni. Jákvæð tengsl fundust hins vegar milli reglna á heimili og kannabisneyslu. Hin neikvæðu tengsl milli samveru, stuðnings og eftirlits við kannabisnotkun ungmenna eru í takt við fyrri rannsóknir. Við mat á áhrifum mismunandi þátta á líkur á að hafa prófað kannabisefni mátti sjá mikil verndandi áhrif eftirlits foreldra og samveru við þekkta áhættuþætti, svo sem fjárhagsvandræða og jákvæðu viðhorfi jafningja gagnvart kannabisneyslu. Þá mátti sjá að strangar reglur á heimili tengdust ekki auknum líkum á kannabisnotkun, ef mikið eftirlit fylgdi.
Lykilorð: Kannabisneysla, ungmenni, uppeldisaðferðir
Cannabis use in adolescence is associated with increased risk of experiencing mental problems and addiction, with associated costs for society. It is therefore important to investigate the protecting factors that can reduce the likelihood of use. In this study, we examine how different parenting styles affect the probability of Icelandic 16-year-old having used cannabis. We use data from the “Ungt fólk” 2016 survey. The factors investigated are support, time spent with parents, supervision and rules. Only 7.1% of the respondents had used cannabis. Our thesis was that with increased rules, parental supervision, support and time spent with parents, the changes of cannabis use would decline, also when controlling for gender, peer-pressure and family economic status. The results show that the more time spent with parents, increased support and supervision is associated with a lower probability of teen cannabis use. This is in line with results from other studies. On the other hand, more rules were associated with an increased probability of teen cannabis use. The results further show that the protective effect of parental supervision and time spent with parents on known risk factors such as poor family economic status and having peers with a positive attitude to cannabis use. Having strict rules did not increase the risk of teen cannabis use, if accompanied by a high amount of supervision.
Keywords: Cannabis use, adolescene, parenting styles
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bergljot_kari_BAritgerd.pdf | 799,36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |