is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27897

Titill: 
 • Heilsa og líðan sjómannskvenna : rannsókn á heilsu og líðan sjómannskvenna borið saman við aðrar konur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli fjarveru maka frá fjölskyldu og álags á eiginkonu. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna álag íslenskra sjómannskvenna og bera saman við aðrar konur. Þetta efni hefur lítið eða ekki neitt verið skoðað hér á landi og því engar íslenskar rannsóknir til að styðjast við. Líðan og hagir eiginkvenna hermanna sem búa við svipaðar aðstæður hefur hins vegar töluvert verið rannsakað. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að spurningakönnun var sett upp á SurveyMonkey og hlekknum dreift með tölvupósti og á Facebook. Þátttakendur voru fengnir úr hópi sjómannskvenna hjá Samherja hf og þeim sendur hlekkur á könnunina í tölvupósti. Einnig var sendur tölvupóstur sem innihélt hlekk á könnunina, til starfsmanna á leikskólum Akureyrarbæjar. Þátttakendur voru alls 392 og skiptust þannig að sjómannskonur voru 270 og aðrar konur voru 118, 4 konur svöruðu ekki spurningunni. Konurnar voru beðnar að svara 43 spurningum í mismörgum liðum ásamt 10 spurningum á streitukvarða Cohens, með 5 svarmöguleikum hver. Hefur fjarvera maka áhrif á hagi og líðan sjómannskvenna borið saman við aðrar konur? Tilgátan var sú að álag vegna fjarveru maka hefði áhrif á hagi og líðan sjómannskvenna. Könnuninni var lokað þegar hún hafði staðið í hálfan mánuð, að þeim tíma liðnum var þátttaka ekki möguleg. Útreikningar og tölfræðipróf voru gerð í SPSS (e Statistical Package for the Social Sciences). Töflur og gröf voru unnin og sett upp í Excel. Íslenskar sjómannskonur upplifa meira álag en aðrar konur í fjarveru maka síns og það gerir það að verkum að þær standa verr á ýmsum sviðum. Atvinnu- og námsmöguleikar þeirra eru meðal annars lakari og erfiðara fyrir þær að sinna sínum málum á borð við hreyfingu og áhugamál, í fjarveru maka. Munur er á andlegri- og líkamlegri líðan hjá hópunum ásamt því að neyslutengd atrið koma verr út hjá sjómannskonum en öðrum konum. Í öllum megin atriðum leiddi þessi rannsóknin í ljós það sama og erlendar niðurstöður höfðu áður gert, fjarvera maka hefur áhrif á heilsu og líðan sjómannskvenna.
  Lykilorð: Sjómannskonur, álag, heilsa, líðan, samanburður, aðrar konur.

 • Útdráttur er á ensku

  Research has shown a link between husbands absence from family life and level of strain experienced by women. The aim with the present study is to assess the level of strain experienced by Icelandic women married to fishermen, compared with women married to men who work in other fields. The topic has not been studied at all in the Icelandic setting and therefore studies from other countries, which focus on health and wellbeing of soldier’s wives, were reviewed. For the present study data were obtained through a SurveyMonkey questionnaire, and participants received an Internet address to the survey via email. Participants for the two groups were recruited by contacting women who are married to fishermen working for Samherji hf, and women working in kindergartens in Akureyri as the control group. Participants were asked to answer 43 questions in addition to 10 questions for Cohens Perceived Stress Scale, each with five possible responses. Does fisherman’s absence from home and family life impact well-being and circumstances of their wives compared with other women? It was hypothesized that increased strain due to partner’s absence would impact wellbeing and health of fisherman’s wives. After being accessible for two weeks the questionnaire had been completed by almost 400 participants. Calculations and statistical analyses were performed in Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) and Excel. Tables and graphs were done in Excel. Icelandic women married to fishermen experience more strain than other women, due to absence of their spouses from home, which makes them worse off in many areas of life. Their opportunities for employment and education are often inferior compared with other women married to men who work in other fields. Like similar researches, the present study shows that partners absence impacts circumstances and well-being.
  Keywords: Fisherman´s wives, strain, health, well-being, comparison, other women.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.7.2023.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Theodóra Kristjánsdóttir.pdf1.65 MBLokaður til...31.07.2023HeildartextiPDF
Lokaverkefni-Efnisyfirlit.pdf222.26 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni-Heimildaskrá.pdf332.49 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni-Fylgiskjöl.pdf257.84 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna