is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27898

Titill: 
 • Tengsl menntunarstigs og þjóðernis foreldra við tíðni áhættuhegðunar unglinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sýnt hefur verið fram á að neysla á tóbaki, áfengi og vímuefnum getur dregið úr lífsgæðum einstaklinga. Slík neysla hefur til að mynda verið tengd við ótímabæran dauða hjá neytendum, heilsufarslega skaðleg áhrif, félagsleg áhrif og efnahagsleg. Unglingar sem neytendur þessa efna er orðið að stóru heilbrigðisvandamáli, sjúkdómstíðni og dánartíðni eykst töluvert á unglingsárunum og talið er að meðal annars megi rekja það til aukinnar áhættuhegðunar á þessum árum mannsins. Vímuefnamisnotkun hefur verið tengd við ýmsa þætti í lífi unglinga svo sem tengsl við foreldra, einelti, geðræn vandamál og fleira. Markmiðið með rannsókn þessari var að skoða hvort munur liggi á milli neyslu unglinga á tóbaki, áfengi og vímuefnum eftir menntunarstöðu foreldra og þjóðerni foreldra. Neysla á vímuefnunum kannabis, e-töflum, amfetamíni, kókaíni og heróíni voru tekin fyrir í rannsókn þessari. Tvennskonar rannsóknarspurningar voru settar fram, annarsvegar er munur á tíðni áhættuhegðunar unglinga eftir menntunarstigi foreldra? og hinsvegar er munur á tíðni áhættuhegðunar unglinga eftir þjóðerni foreldra?. Til að svara þeim spurningum var unnið með íslensku gögnin úr Evrópsku vímuefnarannsókninni (ESPAD) sem lögð var fyrir árið 2015. Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur í 10. bekk í grunnskólum Íslands. Niðurstöður leiddu í ljós að um mun var að ræða á öllum sviðum sem tekin voru fyrir að því undanskildu að ekki fannst marktækur munur á menntunarstigi föður og neyslu unglinga á e-töflum og amfetamíni. Aukin tíðni áhættuhegðunar unglinga tengdist lægra menntunarstigi foreldra sem og því að unglingur hafi erlendan uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar hafa fæðst erlendis, það er að segja í öðru landi en á Íslandi.
  Lykilorð : Áhættuhegðun, unglingar, foreldrar, menntunarstaða, þjóðerni.

 • Útdráttur er á ensku

  It has been shown that consumption of tobacco, alcohol and drugs can reduce quality of life. That kind of consumption has for example been linked to premature death, harmful effect on state of health and social- and economic impact. Adolescents as consumers of this substance has grown to be a major health problem, the disease and mortality rate increases considerably in adolescents, that is believed to be among other things attributed to increased risk behavior in that stage of a person's life. Substance abuse has been linked to various aspects of adolescent's life such as relationships with parents, bullying, psychiatric problems and more. The purpose of this study was to examine whether there is a difference between the adolescent's consumption of tobacco, alcohol and drugs depending on their parent's education level and their parent's nationality. Consumption of the drugs included in this study were cannabis, e-tablets, amphetamine, cocaine and heroin. Two research questions were stated, on the one hand is there a difference in the frequency of adolescent´s risk behaviour depending on the educational level of parent´s? and on the other hand is there a difference in the frequency of adolescent´s risk behaviour depending on the nationality of parent´s?
  To answer these questions, the Icelandic data of the European Drugs Research (ESPAD), which was submitted in 2015, were used for further processing. Participants in the study were students in 10th grade in elementary schools in Iceland. Results revealed that there was a difference in all cases, except there was not a significant differences in the educational level of the father and the adolescent use of e-tablets and amphetamines. The increased frequency of adolescent´s risk behaviour was associated with parent´s lower level of education and foreign ethnicity, where one or both parents were born abroad, that is in another country then Iceland.
  Keywords: Risk behavior, adolescent, parents, education level, nationality

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AgustaAndrea.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna