Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27899
Í þessari ritgerð er fjallað um nauðsyn rannsóknarblaðamennsku í íslensku nútímasamfélagi og bera stöðu hennar saman við stöðu rannsóknarblaðamennsku í nágrannalöndum okkar, Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Ísland hefur nokkra sérstöðu í rannsóknarblaðamennsku sökum smæðar sinnar og því kaus ég að rannsaka hvað greinir á milli Íslands og annarra ríkja Norðurlanda í þessari tegund blaðamennsku. Gert var grein fyrir hvað rannsóknarblaðamennska er, uppruna hennar og hver munurinn er á slíkri blaðamennsku samanborið við það sem telst sem hefðbundin blaðamennska. Sérstaklega var farið í uppruna rannsóknarblaðamennsku á Íslandi og sögu hennar, fjallað var um Watergate-málið sem talið er vera það mál sem markaði uppruna rannsóknarblaðamennsku nútímans og Panamaskjala-málið svokallaða, hvaða áhrif það hafði á íslenskt samfélag og hvers vegna það var nauðsynlegt að almenningur fengi vitneskju um málið. Talað var við nokkra vel valda blaðamenn og að endingu reynt að draga saman hvort og þá hvernig rannsóknarblaðamennska nýtist í nútímasamfélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð..pdf | 823.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |