is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/279

Titill: 
 • Tækifæri til að kveðja : könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til nærveru aðstandenda við endurlífgunartilraunir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar megindlegu rannsóknar er að fá fram viðhorf hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðadeildum hérlendis til nærveru aðstandenda við endurlífgunartilraunir. Lítið er vitað um viðhorf þeirra til þessa viðfangsefnis. Fram kemur í mörgum erlendum rannsóknum að skiptar skoðanir eru meðal heilbrigðisstarfsfólks til nærveru aðstandenda. Jafnframt því eru kröfur aðstandenda sífellt að verða háværari til þess að vera hjá sínum nánustu við þessar erfiðu aðstæður.
  Við gerð rannsóknarinnar var notað lýsandi rannsóknarsnið. Sú aðferð er talin henta vel til að fá fram viðhorf margra einstaklinga. Spurningalisti var sendur til allra starfandi hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðadeildum landsins, alls 108 talsins. Þátttakendur í rannsókninni voru 52 eða 48% af þýðinu. Við greiningu gagna var tölfræðiforritið SPSS notað ásamt töflureikninum Excel og voru niðurstöður settar fram á rituðu máli, með tíðnitölum, prósentutölum, stöplaritum og kökuritum.
  Helstu niðurstöður sýndu að 30 (57%) hjúkrunarfræðingar voru á móti nærveru aðstandenda við endurlífgunartilraunir, átta (16%) voru hlynntir og 14 (27%) voru hvorki með né á móti. Aðspurðir sögðust 83% þátttakenda vilja sem aðstandendur fá að velja hvort þeir væru viðstaddir. Starfsaldur hjúkrunarfræðinga var á bilinu frá einu ári upp í 23 ár og voru þeir sem höfðu styttri starfsaldur frekar á móti nærveru en hinir. Þá kom fram að 49 (94%) hjúkrunarfræðingar sögðust ekki vita til þess að neinar ákveðnar starfsreglur væru til á þeirra deild um nærveru aðstandenda við endurlífgunartilraunir. Hins vegar töldu 85% hjúkrunarfræðinga mikilvægt að hafa ákveðnar starfsreglur til að vinna eftir.
  Af niðurstöðum draga rannsakendur þá ályktun að þörf sé á að setja starfsreglur um nærveru aðstandenda við endurlífgunartilraunir. Einnig að auka þurfi fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks um upplifun og reynslu aðstandenda. Rannsakendur vonast til að niðurstöður þessarar rannsóknar auki umræður meðal heilbrigðisstarfsfólks um þetta viðkvæma mál.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kvedja-e.pdf107.22 kBOpinnTækifæri til að kveðja - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kvedja-h.pdf108.19 kBOpinnTækifæri til að kveðja - heimildaskráPDFSkoða/Opna
kvedja-u.pdf105.29 kBOpinnTækifæri til að kveðja - útdrátturPDFSkoða/Opna
kvedja-f.pdf138.71 kBOpinnTækifæri til að kveðja - forsíðaPDFSkoða/Opna
kvedja.pdf756.36 kBTakmarkaðurTækifæri til að kveðja - heildPDF