is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27906

Titill: 
 • Skjánotkun íslenskra unglinga og tengsl hennar við líðan og svefn : megindleg rannsókn á tengslum skjánotkunar við sálræna líðan, skólalíðan og svefnerfiðleika
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Síðustu áratugi hefur skjánotkun aukist verulega og mikið hefur verið rætt um það hvaða
  afleiðingar þessi þróun geti haft, sérstaklega á börn og unglinga. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að aukin skjánotkun geti haft áhrif á líðan barna sem og svefnvenjur þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif skjánotkunar á pirring, depurð, taugaóstyrk, svefnerfiðleika og skólalíðan hjá 3.618 ungmennum í 10. bekk í grunnskólum á Íslandi. Svör þeirra við spurningum tengdum þessum þáttum voru fengin úr gögnum úr íslenska hluta rannsóknarinnar Health Behaviour in School-Aged Children. Rannsóknarspurningarnar voru svohljóðandi: Eiga unglingar sem eyða meira en þremur klukkustundum fyrir framan skjáinn frekar við svefnvandamál að stríða? Hefur aukinn skjátími (meira en þrjár klukkustundir á dag) áhrif á depurð, pirring og taugaóstyrk hjá unglingum? Hefur aukinn skjátími þau áhrif að börnum líður verr í skólanum? Lýsandi tölfræði sýndi að meðalskjánotkun ungmennanna var rétt rúmar sjö klukkustundir á dag. Flestir þátttakendur fundu mánaðarlega eða sjaldnar fyrir pirringi, taugaóstyrk, depurð eða svefnerfiðleikum. Flestum þátttakendum, eða 90,3%, leið að jafnaði mjög vel eða þokkalega vel í skólanum. Niðurstöður sýndu að þrjár klukkustundir af skjánotkun á dag breyttu ekki hvernig þeim leið. Þörf er fyrir frekari rannsóknir til að skoða betur jákvæð og neikvæð áhrif skjánotkunar á sálræna vellíðan ungmenna. Kynna þarf bæði kosti og galla skjánotkunar og reyna að stuðla að því að börn og ungmenni læri að haga henni á uppbyggilegan hátt sér til hagsbóta.
  Lykilorð: Skjánotkun, sálræn líðan, svefnerfiðleikar, skólalíðan, unglingar

 • Útdráttur er á ensku

  Screen time has been increasing steadily throughout the years and many have wondered what
  effect it might have on people, especially children and adolescents. According to previous research, excess screen time can affect psychological well-being of children as well as their sleep pattern. The aim of this research was to see if screen time somehow affects annoyance, sadness, nervousness, sleep difficulties and how adolescents feel in school. 3.618 adolescents in 10th grade of elementary schools in Iceland were questioned. Data was retrieved from the Icelandic part of the international research Health Behaviour in School-Aged Children. The hypothesis generated were as follows: 1) Do adolescents, who spend more than three hours per day in front of a screen, have trouble with sleep? 2) Does excess screen time (more than three hours per day) affect sadness, annoyance, and nervousness in adolescents? 3) Does excess screen time affect how adolescents feel in school? Descriptive statistics showed that the average screen time was about seven hours per day. Most of the adolescents reported that they were annoyed, sad, nervous or had trouble sleeping, once a month or less. Most of the participants (90,3%) reported that they typically felt very well or somewhat well in school. Results showed that three hours of screen time per day was not enough to affect psychological well-being. Additional research is needed to further reflect on the possible positive and negative effects of screen time on psychological well-being of children and adolescents, and to promote constructive screen time for their benefit.
  Keywords: Screen time, psychological well-being, sleeping difficulties, wellness in school, adolescents.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-Margrét og Ragnheiður.pdf847.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna