is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27908

Titill: 
  • Tengsl hreyfingar og sálvefrænna einkenna : megindleg rannsókn á tengslum hreyfingar og sálvefrænna einkenna hjá unglingum í 10. bekk á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ein birtingarmynd streitu eru líkamleg einkenni, öðru nafni sálvefræn einkenni. Þegar unglingar finna fyrir sálvefrænum einkennum, ber að taka því alvarlega. Langvarandi streita flokkast til áhættuþátta bæði fyrir andlega og líkamlega sjúkdóma og ótímabær dauðsföll. Unglingsárin eru streitufullt tímabil sem tengist helst ýmsum kröfum sem gerðar eru til unglinga af skóla, foreldrum og ekki síst þeim sjálfum. Hæfni til að takast á við streitu bætir líðan og heilsu en hreyfing virðist auka þá hæfni og mælir WHO með klukkustundar hreyfingu að meðaltali daglega fyrir þennan aldurshóp. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl milli hreyfingar og sálvefrænna einkenna hjá unglingum í 10. bekk á Íslandi ásamt því að skoða kynjamun varðandi þessi atriði. Skoðaðar voru breyturnar höfuð- og magaverkur, taugaóstyrkur ásamt erfiðleikum með að sofna sem hafa hvað mest verið rannsakaðar í þessu samhengi. Notuð voru gögn úr íslenska hluta alþjóðlegu rannsóknarinnar Health behaviours in School-Aged Children (HBSC), sem er gerð fyrir tilstilli Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og lögð fyrir á fjögurra ára fresti í 6., 8., og 10. bekk. Þátttakendur voru nemendur 10.bekkjar sem svöruðu könnuninni veturinn 2013/14. Spurningalistinn inniheldur spurningar sem koma inn á heilsufar, hegðun og lífskjör skólanema og voru þær 112 talsins. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós jákvæð en veik tengsl milli hreyfingar og sálvefrænna einkenna (r = 0,331, p =0,000) að teknu tilliti til kynferðis. Kynjamunur var bæði varðandi tíma varið í hreyfingu og á sálvefrænum einkennum þar sem stelpur hreyfðu sig minna og höfðu meiri sálvefræn einkenni. Tengsl voru milli sálvefrænna einkenna og tíma var varið í hreyfingu þar sem meiri hreyfing tengdist minni sálvefrænum einkennum. Sálvefræn einkenni minnkuðu um 10% frá því að hreyfa sig ekkert og yfir í klukkustundar hreyfingu á dag að meðaltali. Aðeins rúmlega fjórðungur þátttakenda hreyfði sig nægilega mikið og verður það að teljast áhyggjuefni.
    Lykilorð: unglingar, streita, hreyfing, sálvefræn einkenni

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Tengsl hreyfingar og sálvefrænna einkenna_skemman.pdf400.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna