is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27910

Titill: 
  • Með því að hjálpa öðrum hjálpar þú sjálfum þér : sjálfboðastörf með íbúum á öldrunarheimilum sem starfa eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hafa í gegnum tíðina orðið ýmsar breytingar í þjónustu við aldraða. Má þar nefna innleiðingu á hugmyndafræði Eden Alternative, þar sem markmiðið er að auka lífsgæði hjá íbúum öldrunarheimila með því meðal annars að útrýma einmanaleika, vanmætti og leiða. Reglulega eru gerðar hlýleikakannanir á heimilum sem starfa eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni til að kanna hvort að hugmyndafræðin þjóni tilgangi sínum. En þeim er ætlað að meta gæði og ánægju af lífi einstaklinga innan öldrunarheimila sem starfa eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni. Eigindleg rannsókn var gerð í kjölfar hlýleikakannana af Maríu Guðnadóttur árið 2014 á Öldrunarheimilum Akureyrar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að þörf væri á frekari aðgerðum óháð fjármagni og aðgengi að starfsfólki, ein hugmyndin að úrbótum var sjálfboðastarf innan öldrunarheimila.
    Verkefnið er heimildarsamantekt sem leiðir af sér nýsköpun. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Á hvaða hátt er hægt að sporna gegn einmanaleika og leiða hjá íbúum öldrunarheimila sem starfa eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni?“ og „Á hvaða hátt er hægt að virkja Landssamband eldri borgara til sjálfboðastarfs innan öldrunarheimila sem starfa eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni?“ Niðurstöður rannsóknarheimilda leiddu í ljós að sjálfboðavinna er talin vera ein leið til að mæta þörfum íbúa á öldrunarheimilum sem starfsfólk nær ekki að sinna. Nýsköpun verkefnisins er námskeið sem hannað er fyrir sjálfboðaliða í samvinnu við Landssambands eldri borgara til að starfa eftir á öldrunarheimilum sem hafa hugmyndafræði Eden Alternative að leiðarljósi. Verkefnið byggir á hugmyndafræði innan iðjuþjálfunar að nafni ,,Líkanið um iðju mannsins” sem greinir m.a. frá hlutverkum sem einstaklingar gegna á lífsleiðinni. Tilgangur námskeiðsins er að stuðla að sjálfboðastarfi sem miðar að því að útrýma einmanaleika og leiða innan þess heimilis sem sjálfboðavinnan fer fram. Í kjölfar námskeiðsins geta meðlimir í Landssambandi eldri borgara fengið tækifæri til að takast á við nýtt hlutverk. Ef vel tekst til gæti nýsköpunin hugsanlega bætt lífsgæði þessara tveggja hópa.
    Lykilhugtök: Eden Alternative, einmanaleiki, leiði, sjálfboðastarf.

  • Útdráttur er á ensku

    Through the years, various changes have been made concerning care for the elderly. These include the implementation of the Eden Alternative philosophy, whose aim is to increase the quality of life in homes for the elderly. Among other things, this addresses the elimination of loneliness, helplessness and boredom. Regularly surveys are conducted in homes that work according to the Eden Alternative philosophy to measure the warmth of the atmosphere and see if the philosophy serves its purpose. The surveys are intended to evaluate the quality and satisfaction of the lives of residents. A qualitative study was conducted following a survey of the warmth of the atmosphere by María Guðnadóttir in 2014 in Akureyri's care homes. The results of the study demonstrated the need for further action, excluding increases in funding and staff workload. One idea for improvement was volunteer work within the care homes.
    The project has become a source of data that has resulted in innovation. An attempt was made to answer the following research questions: “How can you work to prevent loneliness and boredom among residents of homes for the elderly who follow the Eden Alternative philosophy?“ and “How can you activate the National Association of Senior Citizens for volunteer work in homes for the elderly that work according to the Eden Alternative philosophy?“ The study data revealed that volunteering can be considered one way of meeting the needs of residents in care homes which staff are not able to provide. The project resulted in producing a course that was designed for volunteers in collaboration with the National Association of Senior Citizens who work in homes for the elderly guided by the Eden Alternative philosophy. The project is based on an idea within occupational therapy called "Model of Human Occupation", which explains, among other things, the roles that individuals play in their lifetime. The purpose of the course is to promote volunteer work aimed at eliminating loneliness and boredom within the homes where volunteer services are used. Following the course, members of the National Association of Senior Citizens have the opportunity to take on the new role of a volunteer. If successful, the innovation may improve the quality of life of both the care home residents and the volunteers.
    Key concepts: Eden Alternative, loneliness, boredom, volunteering.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 9.5.2022.
Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Með því að hjálpa öðrum hjálpar þú sjálfum þér.pdf1.87 MBLokaður til...09.05.2022HeildartextiPDF
EFNISYFIRLIT.pdf119.79 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
HEIMILDASKRÁ.pdf389.7 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
FYLGISKJÖL.pdf717.82 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna