is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27912

Titill: 
 • Titill er á ensku The history, effectiveness and impacts of development assistance with special focus on sub-Saharan Africa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Frá tímum síðari heimsstyrjaldar hefur þróunaraðstoð verið veitt til þeirra landa sem eru hvað verst stödd í heiminum. Frá þeim tíma hefur sú hugmynd verið ríkjandi að einn daginn munu hefðbundin samfélög breytast yfir í nútíma ríki með efnahagslegum framförum. Þessi ritgerð fjallar um þróunaraðstoð sem veitt er til þróunarlanda og sögulegt samhengi hennar frá seinni heimsstyrjöld og fram til dagsins í dag. Hugtakið þróun verður skoðað með tilvísun í efnahags- og félagslegar framfarir og hvaða mynd hugtakið hefur tekið á sig síðastliðin 70 ár. Áhrif þróunaraðstoðar verða skoðuð, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara. Þróunaraðstoð hefur gengið í gegnum margar breytingar frá síðari heimsstyrjöldinni og sérstaklega á síðustu áratugum. Reynsla af þróunaraðstoð og nýjir straumar innan þróunarrannsókna eru meðal þeirra þátta sem hafa haft áhrif á þessar breytingar. Nú er helsta áherslan á sjálfbæra þróun og hvernig á að ná henni fram. Vaxandi fjöldi frjálsra félagasamtaka hefur staðið fyrir eða tekið þátt í umræðum til að hjálpa til við mótun þessarar nýlegu stefnu í þróunarmálum. Margir fræðimenn eru á þeirri skoðun að þróunaraðstoð hafi í raun ekki leitt til árangurs og í Afríku sunnan Sahara hefur þróunaraðstoð frekar aukið misrétti og fátækt. Að ná fram sjálfbærri þróun hefur því orðið aðal umræðuefni innan alþjóðasamfélagsins. Margvíslegum aðferðum hefur verið beitt til þess að ná fram sjálfbærri þróun með áherslu á að líta á það sem ferli ekki bara sem markmið. Þetta kallar á langtíma nálgun og krefst stöðugrar vinnu og aðlögunar. Það hefur verið vaxandi vitund fyrir nauðsyn þess að verkefni sjálfærrar þróunar innan þriðja heimsins séu í höndum þróunarlandanna sjálfra. Helstu þróunarsamvinnu samtök eru sammála um að tæknileg samvinna þeirra við staðbundnar stofnanir hafi ekki verið mjög árangursrík við að aðstoða þróunarlönd að eigin sjálfbærni. Ástæðan fyrir þessu er aðallega skortur á ábyrgð og eignarhaldi og hafa því verið gerðar breytingar í þá átt að færa þróunaraðstoðar verkefni á hendur þeirra sem þarfnast aðstoðar. Flestir fræðimenn telja að fjárhagsleg þróunaraðstoð sé að mestu leyti árangurslaus og að öðrum aðferðum þurfi að beita til þess að ná fram sjálfbærri þróun.
  Lykilorð: Þróunaraðstoð, sjálfbær þróun, skilvirkni þróunaraðtoðar, Afríka sunnan Sahara

 • Útdráttur er á ensku

  Since the time of the Second World War development aid has been granted to countries that are impoverished or in need of assistance. From that time the dominant idea has been that eventually traditional societies would develop into a modern state through economic advancement. This thesis focuses on development assistance that has been granted to developing countries in historical context from the Second World War until today. The term development will be examined with reference to the progress of economic and social conditions, as well as its different forms during the last 70 years. The impact of development assistance will be examined, particularly in sub-Saharan Africa. Development assistance has gone through many changes since the Second World War, especially in the last decades. Evaluating the impact of development aid and new currents within development studies are among the factors that have influenced these changes. Currently a strong focus is placed on sustainable development and how to achieve it. A growing number of NGOs have lobbied or taken part in discussions to help shape the new and evolving agenda. Many scholars are of the opinion that development aid has not resulted in progress and that in sub-Saharan Africa development aid has rather increased inequality and poverty. How to achieve sustainable development has therefore become the main debate within the international community. Many strategies have been proposed for achieving sustainable development with emphasis on seeing it as a process rather than just a set of goals. This constitutes a long-term approach to development and it requires continuous learning and adapting. There has been a growing awareness that sustainable development should be upheld by the developing countries themselves. Major development assistance organizations agree that technical cooperation with local institution has not been very effective in helping developing countries to create their own sustainable capacities. The reason for this is mainly the lack of ownership and therefore there have been changes toward bringing development projects into the hands of those who need the aid. Most scholars conclude that development aid is mostly ineffective and other means are necessary in order to achieve sustainable development.
  Keywords: Development assistance, sustainable development, aid effectiveness, sub- Saharan Africa

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAthesis.pdf431.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna