is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27915

Titill: 
 • Er kynferðisofbeldi undirliggjandi þáttur í tengslum áfengisneyslu og kynhegðunar við lífsánægju? : megindleg rannsókn á kynferðisofbeldi, áfengisneyslu og kynhegðun
  unglinga í 10. bekk á Íslandi árið 2014
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lífsánægja snýr að því hversu vel einstaklingi líkar við líf sitt og hvernig hann skynjar
  lífssánægju sína sem getur verið lykillinn að skilningi okkar á líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort kynferðisofbeldi gæti verið
  undirliggjandi þáttur í tengslunum milli áfengisneyslu og minni lífsánægju annars vegar og samfara og minni lífsánægju hins vegar. Rannsóknin var unnin upp úr gögnum alþjóðlegrar
  rannsóknar, Heilsa og lífskjör skólanema (Health Behavior in School-Aged Children; HBSC). Þátttakendur voru 3.618 talsins og voru grunnskólanemendur í 10. bekk íslenskra grunnskóla veturinn 2013/2014. Lífsánægja unglinganna var mæld á lífsánægjustiga Cantril þar sem niðurstöður sýndu að lífsánægja þátttakenda hafi verið almennt góð. Notast var við fjölbreytu aðhvarfsgreiningu til að ákvarða tengsl lífsánægju við áfengisneyslu, samfarir og kynferðisofbeldi. Niðurstður leiddu í ljós að tengsl voru milli áfengisneyslu og minni lífsánægju bæði hjá stúlkum og drengjum. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að tengsl voru á milli þeirra sem byrjaðir voru að hafa samfarir og minni lífsánægju hjá stúlkum en ekki minni lífsánægju hjá drengjum. Þegar stjórnað var fyrir kynferðisofbeldi kom í ljós að sú breyta skýrði samband stúlkna og samfara og sýndi í raun að hægt er að skýra sambandið milli samfara og lífsánægju með því hvort stúlkur hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Því má segja, samkvæmt þessum niðurstöðum að kynferðisofbeldi skýri sambandið milli samfara og minni lífsánægju hjá stúlkum en það að hafa haft samfarir virðist ekki hafa áhrif.
  Lykilorð: Lífsánægja, unglingar, samfarir, kynferðisofbeldi, áfengisdrykkja.

 • Útdráttur er á ensku

  Life satisfaction shows how an individual appreciates his or her own life. How people perceive their life satisfaction can be fundamental in helping us understanding their physical and mental state of health. The purpose of the study was to see if sexual abuse could be an important factor in the association between the consumption of alcohol and less life satisfaction on one hand and sexual behaviour and less life satisfaction on the other hand. The research is based on the results of an international research, Health Behavior in School-aged Children; HBSC. 3618 10th graders in Icelandic elementary schools during the school year 2013-2014 participated in the research. The Cantril ladder was used to measure how satisfied the teenagers were with their lives. Result indicated that the participant‘s life satisfaction was good in general. Multiple regression analysis was used in order to determine the connection between life satisfaction and the cousumption of alcohol, sexual behaviour and sexual abuse. The result revealed that the consumption of alcohol as well as sexual abuse reduced the life satisfaction of both boys and girls. Sexual abuse was the variable that explained why the sexual behaviour of girls lessened their life satisfaction. There was in fact no connection
  between sexual behaviour and less life satisfaction for girls unless the variable “sexual abuse“ was added to the model. According to this result, it is sexual abuse that makes sexual behaviour lessen the life satisfaction of girls, not the sexual behaviour itself.
  Keywords: Life satisfaction, teenagers, sexual intercourse, sexual abuse, consumption of alcohol.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Bachelor HA (1).pdf454.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna