is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27916

Titill: 
 • Tengsl námsárangurs barna og unglinga við stuðning frá fjölskyldu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort stuðningur frá fjölskyldu hafi áhrif á námsárangur hjá börnum og unglingum á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Gögnin í rannsókninni voru fengin úr íslenska hluta alþjóðlegu Health Behavior in School-age Children (HBSC) rannsókninni en hún var lögð fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk skólaárið 2013/2014. Alls tóku 10.776 börn og unglingar þátt í rannsókninni. Marktæk samvirkni kyns og stuðnings frá fjölskyldu á einkunnir fannst hjá nemendum í 6. og 8. bekk: F(2,6646) = 3,22, p = 0,04 en ekki hjá nemendum í 10. bekk: F(2,3246) = 0,01, p < 0,99. Það þýðir að áhrif stuðnings frá fjölskyldu á einkunnir eru mismunandi milli kynja hjá yngri nemendum en ekki hjá þeim eldri. Einföld dreifigreining hjá nemendum í 10. bekk sýndi að það er marktækur munur á því hvort að unglingar fá stuðning frá fjölskyldu og einkunnum F(2,3468) = 15,282, p < 0,00. Það var einnig marktækur munur hjá nemendum í 6. og 8. bekk: F(2,6950) = 47,000, p < 0,00. Niðurstaðan var því að stuðningur frá fjölskyldu skiptir máli fyrir námsárangur nemenda.
  Lykilorð: stuðningur fjölskyldu, námsárangur og unglingar

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of the present study was to research if family support affected educational achievement by children and adolescents from eleven to fifteen years old. The data from this study were taken from the Icelandic data set of the WHO led study Health Behavior in School-age Children (HBSC) survey and was presented for children and adolescents in 6th, 8th and 10th grades the years 2013/2014. A total of 10.776 children and adolescents participated in the study. Significant gender interaction and family support on grades were found for students in the 6th and the 8th grade: F(2,6646) = 3,22, p = 0,04 but not in the 10th grade: F(2,3246 ) = 0,01, p < 0,99. This means that the impact of family support on grades differs between gender among younger students but not for the older ones. One-way ANOVA for students in the 10th grade showed that there was a significant differences in whether or not adolescents received support from family and grades: F(2,3468) = 15,282, p < 0,00. There was also significant differences among students in 6th and 8th grade: F(2, 6950) = 47,000, p < 0,00. As a results, family support is important for academic achievement.

  Keywords: Family support, academic achievement and adolescents.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingunn_Alexandersdóttir_Tanja_Rut_Hermansen_Guðmundur_Torfi_Heimisson(1).pdf373.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna