is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27918

Titill: 
  • „Karl með klikkaða hugmynd“ : uppbygging Akranesvita sem ferðamannastaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um uppbyggingu Akranesvita sem ferðamannastaðar og hlutverk Hilmars Sigvaldasonar í þeirri uppbyggingu.
    Ritgerðin er eigindleg tilviksrannsókn sem fylgir lífssöguforminu. Hún er byggð upp á viðtölum við Hilmar Sigvaldson, ásamt því að spurningarlisti var sendur öðrum þeim sem komu að ákvörðunartöku varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu í Akranesvita svo sem starfsmönnum Akraneskaupstaðar, Vegagerðar og kjörnum fulltrúum.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er að uppbygging Akranesvita hafi að stóru leyti verið einstaklingsframtak í byrjun. Hugmynd sem þótti óraunhæf en fékk að lifa vegna þrautsegju eins manns. Markaðssetning vitans hefur að mestu farið fram í gegnum netið með sérstakri áherslu á samfélagsmiðla.
    Hilmar Sigvaldason fellur að mörgu leiti að skilgreiningunni „klassískur“ frumkvöðull, karlmaður á miðjum aldri sem ekki sér áhættu á sama hátt og aðrir. Þó er það niðurstaða ritgerðarinnar að hann myndi frekar flokkast sem lífsstíls-frumkvöðull, enda er eigin efnahagslegur ávinningur ekki markmið hans heldur uppbygging ferðaþjónustu til hagsbóta fyrir nærsamfélagið.
    Lykilorð: Akranes, Akranesviti, samfélagsmiðlar, lífsstílsfrumkvöðull, Hilmar Sigvaldason.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper is about the development of Akranes Lighthouse as a tourism attraction and the role of Hilmar Sigvaldason in that development.
    The paper is a qualitative case study with a life story emphasis. It is based on unstandardized interviews with Hilmar Sigvaldason. Other key players, such as Akranes municipality staff and elected officials were asked to answer a standardized question list via e-mail.
    The main conclusions of the paper is that the development of tourism at the lighthouse has for the most part been a project of one individual. It was an idea most deemed unrealistic but turned out to be a fruitful undertaking because of the persistence of one man. The marketing of the lighthouse has been almost entirely on-line with an emphasis on social media.
    In other conclusions the paper finds that although Hilmar Sigvaldason fits the “classical” profile of an entrepreneur, being a middle aged male who does not perceive risk as others, he more fits the profile of the lifestyle entrepreneur. His main goal is not his own economic gains but the buildup of a successful tourism industry for the entire area.
    Key words: Akranes, Akranes lighthouse, social media, lifestyle entrepreneur, Hilmar Sigvaldason.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karl með klikkaða hugmynd.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna