is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27921

Titill: 
 • Ánægja er auði betri : þýðing og forprófun á gátlistanum : The Pleasant Events Schedule – Alzheimer‘s Disease
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að einstaklingar með Alzheimer sjúkdóm séu þátttakendur í iðju sem veitir þeim ánægju og þeir velja sér sjálfir. Það að aldraðir séu virkir þátttakendur í tómstundum hefur verið tengt betri líkamlegri, andlegri og félagslegri líðan. Rannsóknir hafa sýnt fram á að líkamleg og andleg virkni dragi úr vitrænni hnignun og bæti því lífsgæði einstaklinga með Alzheimer. Það er því eftirsóknarvert að varpa ljósi á hvaða kringumstæður það eru sem þessum einstaklingum þykja ánægjulegar. Tilgangur þessa verkefnis er að þýða, staðfæra og forprófa bandaríska gátlistann The Pleasant Events Schedule – Alzheimer‘s Disease, í íslenskri þýðingu Ánægjulistinn. Fá matstæki eru tiltæk sem ætluð eru einstaklingum með Alzheimer og sem mæla virkni og ánægju ásamt því að veita upplýsingar um tækifæri þeirra til þátttöku en gátlistinn nær til allra þessara þátta. Stuðst var við þýðingaferli Brislin, sem felst m.a í þýðingu, bakþýðingu, yfirlestri álitsgjafa og prófarkalestri. Þátttakendur í forprófun gátlistans voru 18 og var þeim skipt upp í tvo hópa. Annars vegar hóp sex einstaklinga sem greindir eru með Alzheimer og sex aðstoðarmenn þeirra. Hins vegar hóp sex einstaklinga, 67 ára og eldri, án heilabilunar. Niðurstöður sýndu mælanlegan mun á milli hópanna þar sem einstaklingar með Alzheimer, stunduðu sjaldnar og stóð síður til boða að stunda atburði af listanum og höfðu minni ánægju af þeim nú en áður fyrr, heldur en samanburðarhópurinn. Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um réttmæti Ánægjulistans.
  Lykilhugtök: Alzheimer, aldraðir, Ánægjulistinn, ánægja, forprófun og þýðing á matstæki

 • Útdráttur er á ensku

  It is important that individuals with Alzheimer's participate in occupations that they choose themselves and find enjoyable. Engagement in leisure and enjoyable activities in older age has been linked to better physical, mental and social well-being. Previous studies have shown that physical and mental activities reduce cognitive decline, and improve the quality of life of individuals with Alzheimer's. Therefore it is important to identify what kind of occupations they find pleasurable. The purpose of this study is to translate and culturally adapt The Pleasant Events Schedule - Alzheimer's Disease (PES-AD). A small pilot study was done to test the validity of the Icelandic version. The translation was based on the Brislin back-translation model for cross-cultural research. PES-AD is one of a few assessments that is designed for individuals with Alzheimer's and evaluates engagement in pleasurable activities. There were 18 participants in the pilot study, divided into two groups; 1) six individuals diagnosed with Alzheimer's and their six assistants, and 2) six individuals, 67 years and over, not diagnosed with any form of dementia. The results showed measurable difference between the two groups. Individuals with Alzheimer's are not as likely as the control group to participate, or to have the opportunity to participate in the events listed on the PES-AD, and furthermore they found engagement in those events not as enjoyable now as they did in the past. This difference indicates the validity of the Icelandic translation.
  Key concepts: Alzheimer‘s, elderly, PES-AD, pleasure, pre-test and translation

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.6.2018.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ánægja er auði betri. Þýðing og forprófun á gátlistanum The Pleasant Events Schedule – Alzheimer‘s Disease.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EFNISYFIRLIT-.pdf156.38 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf218.1 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna