is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27922

Titill: 
 • Viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinema á iðjuþjálfun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Iðjuþjálfar eiga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á heilbrigðissviði og að öllu jöfnu eru þeir hluti af teymi fagmanna. Teymismeðlimir þurfa að þekkja sitt eigið hlutverk sem og þekkja hlutverk annarra teymismeðlima svo að árangursrík teymisvinna geti átt sér stað. Aukinn áhugi hefur verið undanfarin ár á því að þróa þverfaglegt nám til að bæta gæði samvinnu meðal heilbrigðisstarfsstétta í skjólstæðingsmiðaðri þjónustu. Markmið þverfaglegs náms er að nemendur frá tveimur eða fleiri fagstéttum læri með hvor öðrum og um hvor aðra svo þeir verði færir um að eiga í árangursríkri samvinnu og bæta með því heilbrigðisþjónustuna. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf og þekkingu hjúkrunarfræðinema á þriðja og fjórða ári við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri á iðjuþjálfun annars vegar og að bera saman þekkingu og viðhorf milli skólanna tveggja hins vegar. Einungis ein svipuð rannsókn hefur verið gerð á viðfangsefninu á Íslandi og var það fyrir 19. árum. Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn. Úrtakið var 243 nemendur á þriðja og fjórða ári í hjúkrunarfræði á Íslandi, þar af voru 103 í Háskólanum á Akureyri og 140 í Háskóla Íslands. Notaður var spurningalisti sem sendur var rafrænt til þátttakenda til að afla upplýsinga um viðhorf og þekkingu þeirra á iðjuþjálfun. Svarhlutfallið var 46,9% þar sem 114 nemendur svöruðu könnuninni. Niðurstöður voru settar fram með lýsandi tölfræði í texta, töflum og súluritum. Helstu niðurstöður sýna að þekking þátttakenda á iðjuþjálfun er takmörkuð en viðhorf þeirra til iðjuþjálfunar er almennt jákvætt. Ekki er munur á þekkingu og viðhorfi milli nemenda í skólunum tveimur. Meirihluti þátttakenda telur sig þekkja hlutverk og starfsvettvang iðjuþjálfa en þrátt fyrir það hefur stærstur hluti þeirra ekki fengið fullnægjandi fræðslu um iðjuþjálfun í námi sínu og flestir sögðu að heimsókn á starfsvettvang iðjuþjálfa væri ekki liður í námi þeirra. Af þessu má sjá að bæði Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands þarf að auka fræðslu milli fagstétta á heilbrigðissviði, til dæmis í formi þverfaglegs náms, þar sem það hefur sýnt sig að þekking á hlutverkum annarra fagstétta skilar sér í árangursríkari teymisvinnu og þar af leiðandi betri heilbrigðisþjónustu.
  Lykilhugtök: Iðjuþjálfun, hjúkrunarfræðinemar, viðhorf, þekking, teymisvinna, þverfaglegt nám.

 • Útdráttur er á ensku

  Occupational therapists work closely with other health professionals and often are a part of a team of professionals. Members of a team need to know their own role as well as the roles of other members so that an affective team work can take place. In the past few years there has
  been increasing interest in developing interprofessional education to improve the quality of teamwork among health professionals in client centered care. The goal of interprofessional education is that students from one or more professions learn about each others work and learn together so that they become capable of having an affective teamwork and thereby improve healthcare. The purpose of this study is to explore the attitude and knowledge of third and fourth year nursing students at the University of Iceland and the University of Akureyri towards occupational therapy. The purpose of the study is also to compare the
  knowledge of occupational therapy and attitude towards it between these two universities. Only one similar study has been done on this subject before in Iceland and that was 19 years ago. This study is a descriptive cross-sectional study. The sample was 243 students on their third and fourth year of nursing in Iceland, where of there were 103 students from the University of Akureyri and 140 students from the University of Iceland. A questionnare was sent via e-mail to all the participants to gather information about their attitude and knowledge of occupational therapy. The answer rate was 46,9% since 114 students responded to the
  survey. Results were demonstrated with descriptive statistics with text, tables and bar charts. The major results show that the participants´ knowledge of occupational therapy is limited but that their views towards it are usually positive. There is no difference between the
  knowledge and attitude between students in the two schools. The majority of participants consider they know the role of occupational therapists and their field of work but the majority of them have not been given a satisfactory education about occupational therapy in their study. Most participants said that a visit to an occupational therapist´s workplace was not a part of their study. From this it is evident that both the University of Akureyri and the University of Iceland have to increase the level of education between health care professions, for an example in the form of interprofessional education, where as it has been shown that knowledge of the roles of other professions leads to more effecient teamwork and therefore better healthcare.
  Keywords: Occupational therapy, nursing students, attitude, knowledge, teamwork, interprofessional education.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf og þekking - BS skil.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna