is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27923

Titill: 
 • „Það er gaman að vera kennari en...“ : tilviksathugun á starfsumhverfi grunnskólakennara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Starfsumhverfi er mikill áhrifaþáttur um vellíðan og ánægju í starfi. Á Íslandi starfar aðeins um helmingur menntaðra grunnskólakennara við fagið og mikil fækkun nemenda hefur verið í kennaranámi við háskólana. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari þróun, en mikilvægi kennarastarfsins er óvéfengt þar sem hér ríkir skólaskylda frá 6 til16 ára aldurs. Fáar íslenskar rannsóknir hafa skoðað áhrif starfsumhverfis í skólum á kennara og hvaða umhverfisþættir ýta undir eða draga úr vellíðan og ánægju þeirra, við framkvæmd verka í starfi. Markmið þessarar rannsóknar er að bregðast við því og skoða starfsumhverfi í einum grunnskóla, Malarskóla (dulnefni). Til að leiða rannsóknina voru settar fram tvær spurningar: (1) Hvernig móta tilskipanir ríkis og sveitarfélags starfsumhverfi grunnskólakennara við Malarskóla? (2) Hvernig ýtir starfsumhverfi grunnskólakennara við Malarskóla undir starfsánægju og vellíðan þeirra og hvernig dregur það úr? Til að svara spurningunum var gerð tilviksathugun þar sem gögnum var safnað með vettvangsathugunum, WEIS viðtölum við þrjá kennara, opnum viðtölum við skólastjóra og skoðun ritaðra gagna. Hugmyndafræðin sem stýrir rannsókninni var Líkanið um iðju mannsins (e. Model of Human Occupation – MOHO) og matstækið Mat á starfsumhverfi (e. Work Environment Impact Scale- WEIS) lagði grunn að stærstum hluta gagnaöflunar. Með WEIS fæst huglæg upplifun einstaklings af því hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á ánægju og vellíðan í starfi. Niðurstöður WEIS eru í megindlegu formi, en umhverfisþættir MOHO voru notaðir sem sniðmát fyrir alla eigindlega greiningu. Gögnin voru borin saman hvert við annað. Val skóla tók mið af stærð, stað og hentugleika en val viðmælenda var tilgangsbundið. Viðmælendur voru á aldrinum 27 til 43 ára, þrjár konur og einn karl. Helstu niðurstöður sýndu að skólastjórinn rekur skólann sem fyrirtæki, hann starfar sem rekstrarstjóri og starfsmannastjóri síns skóla. Hann hefur ákveðið frjálsræði innan tilskipana ríkis og sveitarfélaga sem hann getur nýtt sér í þróunarstarfi skólans. Um 30% fjárframlaga skólans fara í annað en laun starfsfólks og er þeim deilt í samræmi við forgangsröðun skjólastjórnar. Það sem ýtir undir ánægju og vellíðan í starfsumhverfi kennara er að þeir telja starf sitt mikilvægt. Til þeirra eru gerðar sanngjarnar kröfu en jafnframt hafa þeir frjálsar hendur með mótun starfshlutverksins og kunna þeir vel að meta það. Það sem einna helst dregur úr ánægju þeirra og vellíðan er að laun eru ekki í samræmi við vinnuframlag og ábyrgð.
  Lykilhugtök: Starfsumhverfi, starfsánægja, grunnskólakennari, Líkanið um iðju mannsins og WEIS.

 • Útdráttur er á ensku

  Work environment has a substantial influence on workers' performance, satisfaction and well being. Shortage of educated teachers is a fact in Iceland, no wonder, since only half of educated teachers are working in the field. Prospects are not good since there are also considerable drop in number of students becoming teachers. Many reasons have been mentioned, but the importance of teachers is undisputed as compulsory education in Iceland is 10 years. Research on teachers' work environment and the environmental influences on their work performance, satisfaction and well being are few. The aim of this study is to meet that shortage and focus on work environment in one elementary school, Malarskóli (pseudonym). Two questions were asked for the purposes of the study: (1) What influence do the decrees made by the state and municipalities have on the work environment of the teachers at Malarskóli? (2) How does the work environment of the teachers at Malarskóli support or interfere work performance, satisfaction and well being? To answer these questions a case study was conducted, where data was collected through field study, WEIS interviews with three teachers, open interviews with the principal and reviewing written materials. The Model of Human Occupation – MOHO was the conceptual foundation for the study and most data collection was built on the Work Environment Impact Scale- WEIS. The results of WEIS are both quantitative and qualitative. MOHO‘s environmental factors were used as a template for all qualitative analysis. The different form of data in the study was compared to all other forms of data to look for contradictions and agreements. The choice of the school was conducted by size, location and convenience and interviews on purposeful choice. The participants were 27 to 43 years old, three women and one man. Results indicate that the principal runs the school as a business and acts as the director of operations and personnel manager. He has a certain freedom within the decrees of state and municipality which he can use in development within the school. Around 30% of the school’s financial resources go to other things than salaries and those resources are used in accordance with the school management’s order of priorities. Factors supporting performance, satisfaction and well-being were that teachers think their job is important and meaningful, demands are reasonable and they have a certain amount of freedom in forming their work. Interfering factors were low salary that is not in line with work effort and responsibility and importance of the job.
  Key words: Work environment, work satisfaction, elementary school teacher, Model of human occupation and WEIS.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.5.2137.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Það er gaman að vera kennari en...“ Tilviksathugun á starfsumhverfi grunnskólakennara.pdf1.27 MBLokaður til...31.05.2137PDF
Efnisyfirlit.pdf545.48 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf2.58 MBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna