is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27925

Titill: 
  • Offita barna : hefur lífsstíll fjölskyldu áhrif á holdafar barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að skoða hver tengsl lífsstíls fjölskyldu eru við ofþyngd barna og að skoða hvort munur sé á lífsstíl fjölskyldna þar sem börn eru í kjörþyngd og þeirra sem eru í ofþyngd eða glíma við offitu.
    Ofþyngd barna er vaxandi vandamál í heiminum og er Ísland þar engin undantekning. Of þung börn verða oft að of þungum fullorðnum og með því aukast líkurnar á að þróa með sér ýmsa sjúkdóma sem tengjast offitu. Þar má helst nefna stoðkerfissjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, áunna sykursýki, krabbamein auk ýmissa tilfinningalegra og félagslegra vandamála. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á orsökum og afleiðingum ofþyngdar og offitu en um fjölþættan vanda er að ræða sem tengist mörgum sviðum. Lífsstíll fjölskyldu er einn þeirra en við teljum hann ná yfir marga áhrifaþætti ofþyngdar og offitu og því ástæða til að rannsaka þennan þátt enn betur.
    Rannsóknaraðferðin sem notuð verður er megindleg og til að afla gagna verða notaðir spurningalistar sem sendir verða foreldrum níu ára barna í úrtaki sem á að endurspegla þýðið sem er, allt Ísland. Leitað verður svara við eftirfarandi rannsóknarspurningunum: Er munur á lífsstíl fjölskyldna barna í kjörþyngd og barna í ofþyngd? Eru tengsl á milli offitu barna og lífsstíl fjölskyldna? Fyrirhuguð rannsókn kemur til með að varpa ljósi á áður lítið rannsakaðan þátt í umhverfi barna og bent á leiðir sem ættu að geta komið í veg fyrir að börn þyngist óhóflega þannig að lífsgæði þeirra skerðist.
    Lykilhugtök: Offita, lífsstíll, líkamsþyngdarstuðull

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the proposed study is to look at possible connections between family‘s lifestyle and overweight in children and if there is a difference in the lifestyle of families where children are ideal weight and the families with overweight children.
    Children being overweight is a growing problem in the world including Iceland. Overweight children often become overweight adults and then increase their odds of developing diseases associated with obesity including musculoskeletal disorders, cardiovascular disease, diabetes type two, cancer as well as emotional and social problems. Many studies have been conducted to investigate the causes and consequences of being overweight and obese but this is a diverse problem which relates to many factors. Family lifestyle is one of those factors and we believe that it
    is connected to other factors causing overweight and obesity and, therefore, it is important to study the lifestyle better. A quantitative research method will be used. To obtain data a questionnaires will be sent to the parents of nine year old children in a sample which will represent the whole of Iceland. The aim is to seek answers to the research questions: Is there a difference in the lifestyle of families where children are at ideal weight and and those with children who are overweight? Is there a connection between childhood obesity and the lifestyle of the family? The proposed study will shed a light on a part
    of the children's environment that previously has not been researched to a great extent and can indicate ways to prevent or treat children's overweight problem.
    Key concepts: Obesity, lifestyle, body mass index

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
offita barna-lífstíll.pdf613.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna