is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27926

Titill: 
 • Að vera sérfræðingur í eigin lífi : reynsla fólks af sérhæfðri endurhæfingu á geðsviði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Góð geðheilsa er undirstaða virkni og þátttöku hvers einstaklings og er endurhæfing á geðsviði því mikilvægur þáttur í nútíma velferðarþjónustu. Skjólstæðingsmiðuð þjónusta hefur undanfarna áratugi orðið mikilvægur liður í endurhæfingarþjónustu. Slík þjónusta miðar að samstarfi þar sem valdið er fært markvisst til skjólstæðinga og þeir eru virkir þátttakendur í endurhæfingu sinni. Þrátt fyrir að nálgunin hafi verið leiðandi í endurhæfingarþjónustu í þó nokkurn tíma er skortur á rannsóknum á fyrirbærinu og þá sérstaklega út frá sjónarhóli skjólstæðinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu fólks með geðrænan heilsufarsvanda af sérhæfðri endurhæfingu á geðsviði og að hvaða marki hún samræmist meginþáttum skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við og leiddi verkefnið var: Að hvaða marki samræmist starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar á geðsviði meginþáttum skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu að mati notenda? Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Gagnaöflun fór fram með mælitækinu Spurningalisti um skjólstæðingsmiðaða endurhæfingu sem metur að hvaða marki endurhæfing er skjólstæðingsmiðuð út frá sjónarhóli notenda þjónustu. Öllum þeim sem útskrifuðust af sérhæfðri endurhæfingardeild á geðsviði á tímabilinu 5. september 2014 til 4. nóvember 2016 var boðin þátttaka. Svarhlutfall var 93,9%. Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið IBM Statistical package for social sciences (SPSS, 20.útgáfa) og voru niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Gagnagreining leiddi í ljós að þátttakendur töldu sig hafa fengið gott viðmót og stuðning frá fagfólki og að ákvarðanir væru teknar og markmið sett í takt við skjólstæðingsmiðaða þjónustu. Samskipti fagfólks við aðstandendur endurspegluðu síst meginþætti skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu sem gefur vísbendingu um að skoða þurfi aðkomu aðstandenda að þjónustunni.
  Lykilhugtök: Endurhæfing, fólk með geðræn veikindi, skjólstæðingsmiðuð þjónusta

 • Útdráttur er á ensku

  Good mental health is the foundation of activity and participation of each individual and therefore, mental rehabilitation is an important factor in modern welfare services. During the last decades, a client-centred approach has become an important part of rehabilitation services. Such services focus on co-operation where power is systematically transferred to the clients who are made active participants in their own rehabilitation. Despite having been the desired approach in rehabilitation services for a long while, research on the client-centred approach is lacking. The purpose of this study was to investigate how people experienced the rehabilitation of a specialised mental rehabilitation ward and in which way it was compatible with the main factors of client-centred services.
  The leading research question of this study was: According to the clients, up to which degree does the rehabilitation at a specialised mental rehabilitation ward correlate with the main factors of client-centred services? The research was a descriptive cross-sectional study. The client-centred practice questionnaire – mental health (CCPQ-MH) was used for gathering data. All clients who were being discharged from a specialised mental rehabilitation ward were offered to take part and data gathering took place from September 5th 2014 to November 4th 2016. The response rate was 93.9%. The IMB statistical package for social sciences was used in data processing (SPSS, vers. 20) and the results were presented using descriptive and inferential statistics. Data analysis revealed that the participants perceived a nice presence and support from the professionals and that decisions and objectives were made based on a client-centred service. Communication between professionals and family members did not coincide with the main factors of a client-centred service, thus suggesting that the participation of family members needs further attention.
  Key concepts: Rehabilitation, people with mental illnesses, client-centred service

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.5.2100.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaverkefni.pdf3.48 MBLokaður til...10.05.2100HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf101.89 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf272.51 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna