is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27928

Titill: 
  • „Þetta er stórkostlegur grunnur til að gera nánast hvað sem er“ : færni nýútskrifaðra iðjuþjálfa : sjónarhorn iðjuþjálfa á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðmiðunarstaðlar um færni fagstétta eru mikilvægir til að stuðla að öruggri og skilvirkri þjónustu, auka gagnsæi og aðgreina hlutverk ólíkra starfsstétta, sem og til áhrifa á mótun náms. Mikilvægt er að tekið sé mið af þörfum samfélagsins, menningu þess og sjónarmiðum við þróun slíkra staðla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf iðjuþjálfa á Íslandi, af fjölbreyttum starfsvettvangi og með mislangan starfsferil, til þeirrar færni sem nýútskrifaðir iðjuþjálfar eiga að hafa. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða færni þurfa nýútskrifaðir iðjuþjálfar að hafa til að veita góða og
    skilvirka þjónustu, að mati iðjuþjálfa á Íslandi? Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem gagna var aflað með tveimur rýnihópum sem fram fóru í Reykjavík og á Akureyri í apríl 2017. Þátttakendur í rýnihópnum í Reykjavík voru þrír talsins en á Akureyri voru þeir helmingi fleiri. Stuðst var við opinn viðtalsramma sem hannaður var af rannsakendum. Við mótun viðtalsrammans og greiningu gagna var notast við sniðmátun. Niðurstöður rannsóknarinnar voru settar fram í sex þemum: Samband iðju, einstaklings og umhverfis og tengsl við heilsu; Eflandi og fagleg tengsl; Þjónustuferli iðjuþjálfa; Fagleg rökleiðsla og atferli; Samhengi starfs og breytingasýn og Að nota sjálfan sig sem verkfæri. Rauði þráðurinn í umræðum þátttakenda var mikilvægi samskiptafærni iðjuþjálfans og myndun eflandi tengsla. Samhljómur var um nauðsyn þess að iðjuþjálfi sé sveigjanlegur, bæði í starfi og samskiptum og að hann hafi skjólstæðingsmiðaða nálgun sér ávallt að leiðarljósi. Mikilvægi þess að iðjuþjálfi láti rödd sína heyrast kom einnig skýrt fram þar sem um var að ræða hlutverk hans sem breytingaraðila, talsmanns og frumkvöðuls. Þá töldu viðmælendur sjálfstraust og sjálfsþekkingu iðjuþjálfa skipta megin máli sem grunn að færni hans. Þótt niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að ákveðinn samhljómur sé við alþjóðlega færnistaðla er mikilvægt að viðhorf iðjuþjálfa hvers lands séu könnuð.

    Lykilhugtök: færni - iðjuþjálfar - færnistaðlar - eigindleg rannsókn

  • Útdráttur er á ensku

    Comparative standards of competence for professionals are important to ensure safe and efficient services, increase transparency and distinguish between the roles of different professions, and to effect study development. It is important to consider the needs of the community, its culture and views when such standards are developed. The purpose of this study is to examine the views of occupational therapists in Iceland, working in various occupational fields with different career lengths, concerning competence that newly graduated occupational therapists are required to have. The following research question was examined: What is the competence needed, in the opinion of occupational therapists in Iceland, for newly graduated occupational therapists to offer good and efficient services? The study involves qualitative research where data was collected in two focus groups in Reykjavík and
    Akureyri in April 2017. There were three participants in the Reykjavik focus group and six in Akureyri. Use was made of an open interview framework, designed by the researchers, utilizing templates for framework formation and data analysis. The results of the research will
    be conveyed using six themes: The person-environment-occupation relationship and it's relationship with health, well-being and human rights; Therapeutic and professional relationships; Occupational therapy process; Professional reasoning and behaviour; Context of professional practice and Using oneself as a tool. The central point in the discussions of the participants was the importance of the therapist's communication skills and connection abilities. There was agreement on the necessity of the therapist being flexible, both in his work and communications, and that his/her approach be client-centred at all times. The importance of the therapist's voice being heard is also emphasized as he/she assumes the role of a person for change, a spokesperson and an initiator. The interviewees also contended that
    the self-confidence and self-knowledge of the therapists is of prime importance as the basis of their skills. Even if the results of this study point towards a certain consonance in international competence standards it is important to study the views of therapists in every country.
    Key concepts: competence -occupational therapists -competence standards -qualitative study

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-LOKAÚTGÁFA-Sigrún og Katrín.pdf1,64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna