is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27931

Titill: 
  • Saga og staða blaðaljósmyndara á Íslandi : mikilvægi íslenskra fréttaljósmyndara í sögulegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fréttaljósmyndun sem starfsgrein þróaðist með tilkomu dagblaða, prenttækni og myndavéla. Fréttaljósmyndun á Íslandi á sér tæplega 100 ára sögu. Myndir í dagblöðum fyrstu hálfa tuttugustu öldina voru teknar af ljósmyndaáhugamönnum og svo síðar af blaðamönnum. Ljósmyndanotkun jókst með ári hverju eftir því sem tæknin varð betri og samgöngur urðu greiðfærari. Starf fréttaljósmyndarans varð til í lok 1940 sem svo þróaðist fram til ársins 1965 þegar ljósmyndarar urðu fullgildir meðlimir Blaðamannafélags Íslands. Réttindi fréttaljósmyndara urðu þá jöfn við blaðamenn og 1978 voru Samtök fréttaljósmyndara stofnuð en það er uppistaða þeirra samtaka sem eru starfrækt í dag. Í þessari ritgerð er farið yfir sögu blaðaljósmyndunar á Íslandi og hvernig blaðaljósmyndun sem fagstétt hefur þróast með tilkomu aukinnar tækni og meira vægis í prentmiðlum. Hvert starf ljósmyndara er og hvort það starf sé metið til jafns við starf blaðamanna í faginu. Einnig voru tekin viðtöl við Fríðu Björnsdóttur, fyrrum formanna Blaðamannafélags Íslands og Hjálmar Jónsson núverandi formann félagsins. Til að komast að niðurstöðu hvort starf ljósmyndarans, barátta hans fyrir réttindum og viðurkenning útgefanda blaða á mikilvægi fréttaljósmynda, voru notaðar megindlegar rannsóknaraðferðir og heimilda aflað, meðal annars úr fundargerðarbókum Blaðamannafélagsins. Niðurstaðan úr þessum viðtölum er að starf ljósmyndarans sé mjög mikilvægt, að fréttamyndir séu órjúfanleg heild skrifaðra frétta og hafa öll helstu dagblöð lagt mikið upp úr myndum seinustu eitthundrað árin. Fram kemur í viðtölunum að litið sé á starf fréttaljósmyndara til jafns við blaðamann, sem hafa báðir sömu skyldum að gegna, að flytja fréttir. Fréttaljósmyndin á ennþá framtíð fyrir sér, mikið er til af fréttamiðlum þar sem ljósmyndir skipa stórt hlutverk og með betri tækni er ljósmyndin fljótari að berast til almennings en áður. Upplifunin við að lesa frétt og sjá fréttamynd til hliðsjónar frá atburði er mikil og bætir texti og mynd upp fréttagildi hvors annars.

  • Útdráttur er á ensku

    The press photographer as a profession developed with the early existence of newspapers, better printing press and advanced technology in cameras. History of the Icelandic press photographer spans over 100 years. Pictures in newspapers and magazines from 1900 to 1940 were mostly supplied by freelance photographers, enthusiastic amateur photographers and journalists. The first staff photojournalist emerged in the late 40´s and in 1965 all staff photographers could join the Icelandic Journalist Association with all the benefits like other members. The birth and history of the Icelandic press photographer is the main topic in this essay and how photojournalism became a profession in newspapers and magazines. Question about if the work and profession of the photographer is recognized as a full member of Icelandic Journalist Union is asked, and also if their work is considered equal to journalists. To reach conclusion, qualitative research method was used and handwritten journals from Journalist Union meetings was examined. It is the conclusion that newspaper photographer is just as important as a journalist and has the same status in the Journalist Union. The future of newspaper photography is not dying, its only changing. People still wants to see pictures from sports and news events, the image brings the written story to a visual level and creates greater value and output for its content. The news image and written news articles supplement each
    other and most newspapers use images in a large quantity every day. The demand for images with news is high and there will be photographers supplying the images for future to come.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SagaogstaðaBlaðaljósmyndara.pdf1,49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna