is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27932

Titill: 
  • Skaðaminnkandi nálgun : er þörf fyrir skaðaminnkandi starfsemi á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að með skaðaminnkandi starfi fyrir einstaklinga sem neyta vímuefna í æð er hægt að draga úr smitsjúkdómum eins og alnæmi og lifrarbólgu, ásamt alvarlegum sýkingum sem hljótast við notkun óhreinna nála eða lélegs sprautubúnaðs. Skaðaminnkandi starf fyrir þessa einstaklinga hefur verið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2009 og hefur fjöldi heimsókna margfaldast á hverju ári. Sú staðreynd sýnir hversu mikil þörf var fyrir skaðaminnkandi starf á höfuðborgarsvæðinu og að einstaklingar séu duglegir að nýta sér þjónustuna.
    Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver þörfin sé fyrir skaðaminnkandi starf fyrir einstaklinga sem sprauta sig með vímuefnum í æð á Akureyri og hvernig best væri að útfæra slíkt starf.
    Rannsóknin er eigindleg þar sem gögnum er safnað með hálfstöðluðum viðtölum sem greind eru með aðleiðandi innihaldsgreiningu. Þátttakendur eru einstaklingar sem eru í tengslum við sprautufíkla starfs síns vegna og einstaklingar sem búa á Akureyri og eru sjálfir í eða hafa verið í neyslu. Í fyrirhugaðri rannsókn yrði leitast við að fá hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku spítalans, lögreglumenn á Akureyri, starfsmenn í búsetudeild hjá Akureyrarbæ, einstakling/a í bæjarstjórn, einstakling sem hefur verið í neyslu á fíkniefnum, aðstandendur einstaklings í neyslu, starfsmenn í apóteki, starfsmenn á geðdeild og starfsmenn/sjálfboðaliða hjá Rauða krossi Íslands eða önnur samtök/starfsemi sem hugsanlega gæti séð um skaðaminnkandi starfsemi á Akureyri.
    Höfundar vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar gefi góða mynd af því hver þörfin sé fyrir skaðaminnkandi þjónustu á Akureyri og þá hvernig best væri að veita hana. Lykilhugtök: skaðaminnkandi nálgun, vímuefnanotkun í æð, hjúkrun, heilbrigðisþjónusta og félagsþjónusta.

  • Útdráttur er á ensku

    Studies have shown that with harm reduction programs for individuals who inject drugs intravenous, the prevalence infectious diseases such as HIV, AIDs and hepatitis can be decreased and serious infections caused by used needles can be minimized.
    Harm reduction programs for drug users, homeless people and others marginal groups has been operated in Reykjavík capital since the year 2009 and the number of visits has increased every year since, which shows that there is a great need for harm reduction programs in the capital area and that individuals are diligent to take advantage of it.
    This research proposal is a final assignment for B.S degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the proposed study is to investigate whether there is a need for harm reduction programs for individuals who inject intravenous drugs in Akureyri and what’s the best way to implement such programs.
    This research will be qualitative and data will be collected by semi-structured interviews wich will be analyzed by inductive content analysis. Participants will be individuals who are in association with drug users in their work in Akureyri and individuals living in Akureyri who are in or have been in consumption of drugs. The people who will be interviewed are nurses at the emergency room at the hospital, police officers, employees at the city council, drug addicts, family members of drug users, pharmacy staff, employees at the mental department at the hospital, volunteers at the Red Cross or other organizations that could provide harm reduction services in Akureyri.
    The authors hope that the results of the study will show a good picture of the need for harm reduction services in Akureyri and the best way to provide it.
    Key concepts: harm reduction approach, intravenous drug use, nursing, health care and social services. 

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skaðaminnkandi nálgun lokaritgerð.pdf314,72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna