is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27936

Titill: 
 • Ferðast um langan veg fyrir fæðingu : áhrif skertrar fæðingarþjónustu og streita barnshafandi kvenna á landsbyggðinni : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fækkun fæðingarstaða á Íslandi undanfarin misseri hefur leitt til þess að barnshafandi konur í dreifbýli þurfa í auknum mæli að leita sér fæðingarþjónustu fjarri heimabyggð. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna hvort munur sé á streitu barnshafandi kvenna eftir búsetu í tengslum við minnkandi fæðingarþjónustu. Leitast verður við að varpa ljósi á hvort munur sé á því hvaða úrræði gegn streitu konur nýta sér eftir búsetu. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið framkvæmd hér á landi áður og gæti því gefið góðar vísbendingar um hvernig þessum máluð er háttað. Niðurstöður fyrri rannsókna sýna að andleg vellíðan barnshafandi kvenna er forsendan fyrir því að barn í móðurkviði dafni vel og getur streita haft víðtæk neikvæð áhrif. Streita getur haft áhrif á þroska fósturs, andlega og líkamlega líðan móður, meðgöngulengd og fæðingu. Ýmis úrræði sem draga úr streitu og stuðla að betri líðan verðandi mæðra eru fyrir hendi. Við framkvæmd fyrirhugaðrar rannsóknar verður notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem gagna verður aflað með spurningalistum. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hefur ólíkt aðgengi að fæðingarþjónustu í för með sér mælanlegan mun á streitu hjá mæðrum annars vegar á landsbyggðinni og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu? Hvaða úrræði nýta konur sér annars vegar á landsbyggðinni og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu sem þjást af streitu á meðgöngu? Álykta höfundar að barnshafandi konur á landsbyggðinni upplifi aukna streitu í tengslum við skerta fæðingarþjónustu og því sé æskilegt að líta til fyrirhugaðrar rannsóknar og vinna að úrbótum í þeim efnum.
  Lykilhugtök: Meðganga, streita, höfuðborgarsvæði, landsbyggð, kvíði, úrræði.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is the final thesis towards a Bachelor of Science Degree in Nursing at the University of Akureyri. In the last few years, the number of places where pregnant women can give birth in Iceland has been reduced which has meant that pregnant women in rural areas more often must seek maternity services in other places than their local community. The purpose of the proposed research is to examine whether there are different levels of stress in pregnant women depending on where they live in relation to reduced maternity services. An attempt will be made to shed light on whether there is a difference which stress-reducing resources women utilise depending on where they live. A similar research has not been carried out in Iceland before and thus, this research could give a good indication of the situation regarding this matter. The findings of earlier research show that the mental well-being of pregnant women is the prerequisite for a healthy growing baby in the womb and stress can have extensive negative effect. Stress can affect the development of the fetus, the mental and physical state of the mother, the length of pregnancy and the birth. Various stress-reducing resources that enhance the well-being of expectant mothers are available. The implementation of the proposed research will be carried out with a quantitative research method where data will be collected with questionnaires. An attempt will be made to answer the following questions: Does difference in access to maternity services result in a measurable difference in stress levels for expectant mothers in rural areas on one hand and the capital region on the other? Which resources do women who suffer from stress during pregnancy utilise in rural areas on one hand and the capital region on the other? The authors conclude that pregnant women in rural areas experience increased levels of stress in relation to reduced maternity services and thus, it is useful to examine the proposed research and make improvements in that area.
  Key concepts: Pregnancy, stress, capital region, rural areas, anxiety, resources.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðast um langan veg fyrir fæðingu.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna