is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27937

Titill: 
  • Vefverslanir íslenskra sjávarafurða í Kína : tækifæri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta undirstaða vaxandi velmegunar og útflutningsgrein landsins. Vöxtur alþjóðaviðskipta hefur verið mikill undanfarna áratugi og líta margir á heiminn sem eitt markaðssvæði. Ætli fyrirtæki á samkeppnismarkaði að ná árangri verða þau að vera reiðubúin að keppa á alþjóðamarkaði og fylgja í takt við markaðsbreytingar til að fanga viðskiptatækifæri. Einn af mörkuðunum fyrir íslenskt sjávarfang er Kína en hefur sjávarmarkaðurinn þar farið vaxandi undanfarin ár. Tækniframför hefur verið ein helsta ástæða í stækkun sjávarmarkaðarins og gegna vefverslanir þar mikilvægu hlutverki. Í þessu verkefni er gerð grein fyrir mögulegum ábata og tækifærum sem brautarpallar vefverslana í Kína geta haft á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki á borð við HB Granda hf.
    Til að greina þessa stöðu mun rannsakandi gera greiningu á þeim kröftum sem hafa hugsanleg áhrif á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem stunda viðskipti í gegnum vefverslanir í Kína. Í greiningu á ytra umhverfi (e.macro) er stuðst við PESTEL greiningu og við rannsókn á innra umhverfi (e.micro) er gerð Task umhverfisgreining. Greining umhverfis er svo dregin saman í svót greiningu til að leggja mat á hvort umhverfi bjóði upp á fleiri tækifæri eða ógnir og styrkleika eða veikleika.
    Niðurstöður benda til þess að brautarpallar vefverslana i Kína eru hagstæðir sem markaðir fyrir sjávarafurðir HB Granda hf. Í Kína er efnahagslegt umhverfi jafnframt stöðugt og hagstætt erlendum fjárfestum. Samfélagslegt umhverfi þykir traust þar sem fólksfjöldi er mikill og vaxandi millistétt. Þar sem menning er mismunandi leggur rannsakandi til að fyrirtækið fari inn á markaðinn í samstarfi við innlendum aðila til að draga úr áhættu.
    Lykilorð: Sjávarútvegur, alþjóðaviðskipti, vefverslanir, Kína, PESTEL

  • Útdráttur er á ensku

    The export of Icelandic seafood has been one of the driving forces behind Iceland’s economic development. The global business of seafood marketing and sales has changed dramatically the past decades and many view it as a single entity. China’s seafood industry has become one of
    the largest marketplaces in the world with e-commerce playing a significant role in that progress. This project summarizes possible opportunities that e-commerce platforms in China can bring to Icelandic seafood companies such as HB Grandi hf. A market-orientated firm needs to look outward to the environment in which it operates before entering a new market. Researcher will use a PESTEL-analysis to examine the macroenvironment, task-analysis for the microenvironment and combine them into SWOT analysis to identify strengths, weaknesses, opportunities and threats HB Grandi hf. might face when entering Chinese seafood market. The conclusions of this study suggest that there are a lot of opportunities for Icelandic seafood producers in China’s e-commerce platforms because of the Chinese population and increased middle class. Due to cultural difference, the investigator proposes that the company enters the market in collaboration with a domestic management party.
    Keywords: Seafood industry, Global business, e-commerce, China, PESTEL

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 21.4.2019.
Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Heimildaskrá.pdf390.42 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
BS ágrip.pdf147.14 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
B.S. Aðalsteinn Stefnisson.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna