is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27939

Titill: 
 • Áhrif fallhæða á ísfisktogurum á gæði og nýtingarhlutfall afla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Til að hámarka verðmæti þorskafurða úr landvinnslu er mikilvægt að hráefnið sem unnið er úr sé fyrsta flokks. Stöðug þróun og tækniframfarir í sjávarútvegi eru nauðsynleg til að standa undir vaxandi kröfum neytenda. Það eru fyrstu skrefin í meðhöndlun afla sem leggja línurnar fyrir tækifæri aftar í virðiskeðjunni. Aflameðferð um borð í ísfiskskipum getur skipt sköpum þegar kemur að verðmætaaukningu fiskafurða og hlutfalli þeirra afurða sem markaðir eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir. Markmið verkefnisins er að kanna hvort misjafn aðbúnaður á vinnsludekki fjögurra ísfisktogara með áherslu á fallhæðir skili afla að misjöfnum gæðum í land. Verkefnið er unnið í samstarfi við Slippinn á Akureyri. Starfsemi þeirra snýr meðal annar að hönnun og framleiðslu á vinnslulínum fyrir fiskiskip. Gæðaprufur tveggja fiskvinnsla sem vinna afla skipana voru bornar saman við mælingar sem gerðar voru á vinnsludekki togaranna og reynt að varpa ljósi á svæði sem hafa áhrif á gæði afla. Einnig voru tekin viðtöl við áhafnarmeðlimi skipana til að auðvelda greiningu svæða sem hugsanlega rýra gæði aflans. Gæðaþættir sem eru til skoðunar eru blóðmar, holdroði, los og hryggbrot. Einnig er hlutfall þessara gæðaþátta borið saman við nýtingarhlutfall aflans og leitað að tengslum þar á milli. Rannsóknaspurningar verkefnisins eru þrjár.
  • Hafa fallhæðir áhrif á gæði afla ísfiskstogara?
  • Er munur milli skipa á fallhæðum og gæðum afla?
  • Eru verðmæti að tapast sökum fallhæða?
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fallhæðir hafi í einhverjum tilfellum áhrif á gæði afla. Bæði hryggbrot og blóðmar virðast hafa áhrif á nýtingarhlutfall úr afla skipana. Hlutfall þessara gæðaþátta er misjafnt milli skipana og einnig nýtingarhlutfallið. Misræmis gætti í gögnum sem niðurstöður voru unnar upp úr og þ.a.l. ekki hægt að fullyrða um tengsl ákveðinna gæðaþátta og nýtingarhlutfalls. Til að ganga úr skugga um fylgni milli þessara þátta þarf að leggjast í frekari rannsóknarvinnu með áherslu á það.
  Lykilorð: Fallhæðir, blóðmar, holdroði, los, hryggbrot og nýtingarhlutfall.

 • Útdráttur er á ensku

  In order to maximize value from cod products it´s important that the fish processing plants use top quality raw material. Constant development and technical enhancements in fisheries are important to meet the increasing demands of consumers. How the fish is handled right after it’s caught matters when it comes to maximizing profit further down the value chain. Fish handling on board a fishing vessel is important, the first steps can highly affect the proportion of products that reach high-end markets. This project aims to explore whether different equipment setup for fish processing on board four fishing vessels results in varying quality, focusing on heights the fish drops down. The project is done in cooperation with Slippurinn in Akureyri. Slippurinn is a company that designs and manufactures processing plants for fish among other things. Quality tests conducted by two fish processing plants that process the catch from all four ships are compared with measurements done on all the ships fish processing setups. Attempts will be made to highlight the areas that affect fish quality on board each vessel. During the study crewmembers from all vessels were interviewed in order to help identify areas that negatively affect fish quality. Quality factors that are analyzed are bruising, gaping, redness of the flesh and vertebral fractures. The defect rate will also be compared to the fish fillet yield of each vessels catch. The projects research questions are three.
  Does drop affect the quality of fish?
  Are the four vessels different in relation to drop heights and fish quality?
  Are drops in the on board processing causing loss of valuables?
  Results of the study support that drops in some cases affect fish quality. Both vertebral fractures and bruising appear to affect fillet yield from the vessels catch. Both the defect rate and the fillet yield between the vessels are different. Discrepancy in the data used in the study makes it impossible to come to a satisfactory conclusion by linking defect rate and fish filled yield. In order to come to a satisfactory conclusion further research is needed.
  Keywords: Drop, bruising, gaping, redness of the flesh, vertebral fractures and fillet yield.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.4.2019.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lok dt .pdf6.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit_Heimildaskrá.pdf159.57 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna