is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27940

Titill: 
 • Fæðing um fæðingaveg eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði : ávinningur eða áhætta?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi heimildarsamantekt var lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði. Tilgangur hennar var að varpa ljósi á áhættu og ávinning þess að fæða um fæðingaveg eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði auk þess að skoða tíðni og fylgikvilla keisaraskurðar á alþjóðavísu. Leitast var við að skoða mikilvægi fræðslu og stuðnings fagfólks, sem og aðstandenda við konur á síðari meðgöngu eftir keisaraskurð og þekkingar aflað um það hvað það er sem hefur áhrif á val kvenna um fæðingamáta á síðari meðgöngu.
  Á meðan keisaratíðni fer hratt vaxandi í heiminum hefur tíðni fæðinga um fæðingaveg eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði farið dvínandi. Rannsóknir sýna að keisaraskurði geta fylgt alvarlegir fylgikvillar fyrir bæði móður og barn og er fæðing um fæðingaveg talin vera öruggur og ákjósanlegur valkostur fyrir flestar konur eftir fyrri keisaraskurð. Þrátt fyrir það er stór hluti kvenna sem velur endurtekinn keisaraskurð og telur það öruggari valkost. Benda rannsóknir til skorts á fræðslu og stuðningi við konur sem hafa farið í keisaraskurð og er stór hluti kvenna sem glímir við kvíða og ótta fyrir næstu fæðingu. Er það mat okkar að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem sinna meðgönguvernd og fæðingaþjónustu séu í lykilaðstöðu til að veita fræðslu og stuðning til kvenna sem standa frammi fyrir því að velja fæðingamáta á síðari meðgöngu. Teljum við mikilvægt að sú fræðsla hefjist snemma í ferlinu svo konur fái tækifæri til að vinna bug á óttanum og geti tekið upplýsta ákvörðun um sinn fæðingamáta og fái til þess nauðsynlegan stuðning.
  Lykilhugtök: hjúkrunarfræði, ljósmóðurfræði, keisaraskurður, fæðing um leggöng eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði, legrof, fæðingarótti

 • Útdráttur er á ensku

  This synopsis of references was a BSc final project in nursing. Its purpose was to shed light to the risk and benefit of giving birth through the birth canal after a previous caesarean section, in addition to examining the frequency and complications of caesarean section at an international level. Attempts were made to look into the importance of education and support of professionals as well as the support of relatives/next of kin towards women in a subsequent pregnancy after caesarean section. Knowledge was obtained as to what it is that affects women’s choice of delivery options in their subsequent pregnancy. While the frequency of caesarean sections rapidly increases worldwide, the frequency of vaginal childbirths after a preceding caesarean section has decreased. Research show that serious complications can ensue after a caesarean section, both for the mother and child, and vaginal childbirths are considered a safe and preferable choice for most women after a previous caesarean section. Nevertheless, there is a large number of women who choose a repeated caesarean section and they consider it to be a safer option. Research indicate the lack of education and support for women who have undergone a caesarean section and there is a large group of women who struggle with anxiety and fear of their next delivery. It is our assessment that registered nurses and midwives, who provide prenatal care and delivery support, are in a key position to provide education and support to women who face delivery options in a subsequent pregnancy. We feel it is important that such an education process begins early so that women have the opportunity to overcome their fear and make an informed decision about their delivery option and receive the necessary support to do so.
  Key concepts: nursing, midwifery, caesarean section, vbac, uterine rupture, fear of childbirth

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fæðing um fæðingaveg eftir fyrri fæðingu með keisaraskurð.pdf638.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna