is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27941

Titill: 
 • Greining á vinnsluferli loðnuhrogna : hreinsun orma
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er greining á vinnsluferlum loðnuhrogna með tilliti til hreinsunar á ormum. Í ritgerðinni er farið yfir loðnu og loðnuveiðar Íslendinga ásamt því að farið verður yfir eiginleika loðnuhrogna og vinnslu þeirra ásamt helstu sníkjudýrum og mörkuðum. Fjallað er um vinnsluferil loðnuhrogna með sérstakri áherslu á vinnsluferil loðnuhrogna í hrognavinnslu HB Granda hf. á Vopnafirði. Markmið verkefnisins var að skoða vinnsluferil HB Granda á Vopnafirði og greina hvort hægt væri að bæta hreinsun á ormum í ferlinu. Lagt var af stað með þrjár rannsóknarspurningar:
  Hvar eru ormarnir staðsettir í loðnunni og eru þeir jafnt í hrygnu og hæng?
  Fást betri og hreinni loðnuhrogn þegar hægurinn er flokkaður frá hrygnu fyrir skurð í hrognavinnslunni og hefur það áhrif á nýtingu?
  Hvað er mikið af ormum að skila sér í gegnum allt hreinsunarferlið og hvar í hreinsunarferlinu er ormurinn að fara úr?
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að ormarnir eru flestir staðsettir á innyflum í kviðarholi loðnunnar, meira í hæng en hrygnu eða að meðaltali 1,8 í hæng og 1,2 í hrygnu. Loðnuhrognin virðast vera hreinni þegar hængurinn er flokkaður frá hrygnu fyrir skurð og hrognavinnslan virkar sjálf hreinni. Nýting á loðnuhrognunum reyndist hækka í tveimur af þremur tilfellum flokkunar. Hreinsun í hrognavinnslu HB Granda á Vopnafirði er almennt séð mjög góð en ekki ormalaus. Ormurinn er að fara mest úr í cynklónunum í hrognavinnslunni. Einnig er fallhraði hrogna og orma skoðaður við mismunandi saltstyrk til að leita eftir bættum vinnsluferli. Niðurstöður þeirrar tilraunar sýndu mestan mun á fallhraða í hreinu vatni.
  Lykilorð: loðna, loðnuhrogn, hrognavinnsla, loðnuormar, hreinsun.

 • Útdráttur er á ensku

  This project analysizes the processing procedures of capelin roe with special notice on capelin parasites. This essay reviews capelin and capelin fishing through the years in Iceland as well as capelin roe and processing, markets and major parasites. This project analyzes HB Grandi
  hf.‘s roe processing plant with particular emphasis on how to make the purification of the roes better. The aim of this research is to seek answers to these following questions:
  Where inside the capelin are the worms and are they equally in male and female capelin?
  Do you get more pure roes by grading males from females before it is cut for production and does it affect the yield?
  How much of the worms are in the final product and where in the purifying process are they dropping out?.
  The main results show that worms are mainly on the capelins guts, more so in male capelin than in female capelin. When the raw material was graded before the cutting in the production process it resulted in purer roe. The yield was better in two of three attempts. The purification
  is generally good in HB Grandi‘s roe production plant in Vopnafjörður but still not worm free. The worms are being rinsed from the product in the state of the cynklon‘s. In seeking for better purification the dropping velocity of worms and roes is also tested with different salt
  concentraions, which resulted in most diffrence with pure water.
  Keywords: capelin, capelin roe, roe production, parasites, purification

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.4.2018.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining á vinnsluferli loðnuhrogna - Hreinsun orma - Fanney Björk Friðriksdóttir.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kápa - Fanney Björk.pdf1.01 MBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna