Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27945
Rannsóknin er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hjartasjúkdómar eru önnur algengasta dánarorsök Íslendinga í dag og er kransæðastífla þar af lang algengasta dánarorsökin. Mataræði er einn af áhættuþáttum kransæðasjúkdóms og með breyttu mataræði er hægt að hafa áhrif á þróun sjúkdómsins. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga að beita nýjustu rannsóknaraðferðum í meðhöndlun sjúkdóma og miðla þeirri þekkingu til einstaklinga með kransæðasjúkdóma til að auka þeirra lífsgæði.
Tilgangur verkefnisins er að skoða nýjustu rannsóknir og ráðleggingar samkvæmt klínískum leiðbeiningum varðandi mataræði og hvernig það getur skipt máli fyrir einstaklinga sem greinst hafa með kransæðasjúkdóma. Aðferðin sem notuð var við rannsóknina var kerfisbundin leit af efni frá tímabilinu 2011-2016 í gagnasöfnunum PubMed og CINAHL. Niðurstöðurnar sem fengust úr leitinni voru níu rannsóknargreinar sem uppfylltu leitarskilyrði. Þessar níu rannsóknir gefa vísbendingar um að ákveðið mataræði hafi jákvæð áhrif á þróun kransæðasjúkdóma. Neysla á feitum fiski, möndlum, kjöti, hvítlauki, Heracleum ávexti, trönuberjum, kakóflavoníðum og eggjum gefa vísbendingu um jákvæð áhrif á kransæðar hjá kransæðasjúklingum og voru í samræmi við klínískar leiðbeiningar evrópsku hjartasamtakanna að flestu leyti. Höfundar álykta að hægt sé að nota niðurstöður rannsóknarinnar til aukinnar þekkingar fyrir hjúkrunarfræðinga á mataræði í þágu einstaklinga með kransæðasjúkdóma.
Lykilhugtök: Mataræði, kransæðasjúkdómur, hjúkrunarfræði.
This is a thesis to a B. Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. Cardiac diseases are the second most common cause of death in Iceland today and there of coronary heart disease (CHD) and myocardial infarction is the most common cause of death. Diet is a major risk factors in cardiac diseases and a change in the diet can affect the development of the disease. It is therefore important for nurses to use the latest research methods while educating individuals with CHD diseases to increase quality of life and morbidity.
The main purpose of the thesis is to examine the latest researches and recommendations according to clinical guidelines about diet and how it can make a difference for patients with coronary heart diseases. The method that was used in this research was systematic literature review of studies from 2011 to 2016 by using PubMed and CINAHL database. The results were nine research articles that matched the search conditions used. These nine articles indicate that certain diet has a positive effect on how coronary artery diseases develops. Consumption of fatty fish, almonds, meat, garlic, Heracleum fruit, cranberry, cacao flavonol and eggs give evidence of a positive effect on coronary arteries in patients with coronary heart disease and the results are in accordance with clinical guidelines of the European Society of Cardiology for the most part. Authors conclude that the results can be used to educate nurses about diet that benefits people with CHD.
Key words: diet, coronary artery disease, nursing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif mataræðis á þróun kransæðasjúkdóma.pdf | 727,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |