is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27947

Titill: 
 • Landsliðsdraumurinn : fyrirmyndir ungra knattspyrnuiðkenda í A-landsliðum karla og kvenna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslensku karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu stóðu á miklum tímamótum á þeim tíma sem rannsóknin var gerð. Bæði lið höfðu þá náð þeim merka árangri að spila í lokakeppni Evrópumeistaramótsins (EM) í knattspyrnu. Íslenskir leikmenn höfðu með því stigið inn á stóra sviðið og att kappi við bestu leikmenn álfunnar, glímt við stórstjörnur og lagt að velli átrúnaðargoð. Afrek sem þessi gera leikmenn að hetjum í hugum þjóðarinnar og styrkja stöðu þeirra sem fyrirmynda. Í þessari ritgerð voru borin saman áhrif fyrirmynda á áhorf og áhuga ungra iðkenda út frá kyni. Niðurstöður þessarar rannsóknar miðuðu sérstaklega að því að skoða áhrifin í tengslum við bæði karla- og kvennalandslið Íslands í knattspyrnu meðal 13-14 ára iðkenda íþróttarinnar. Áhorf á landsliðin var hér ennfremur kannað í tengslum við hinar ýmsu fjölmiðlagáttir, vettvangs og tegundar af umfjöllun. Í ljós kom að munurinn milli kynja var helst í tengslum við áhorf og áhuga á kvennalandsliðinu og leikmönnum þess. Stelpur voru þá líklegri en strákar til þess að að sýna liði og leikmönnum af gagnstæðu kyni áhuga, þar sem 85% stelpna sögðust hafa jafn mikinn áhuga á karla- og kvennalandsliðinu meðan að 83% stráka höfðu meiri áhuga á karlalandsliðinu en kvennaliðinu. Áhorf var þá skoðað út frá einstökum leikfræðilegum atriðum annars vegar og þáttum í fari einstakra leikmanna hins vegar. Þær upplýsingar hjálpuðu til við að gefa mynd af þeim þáttum sem gera góðan leikmann að landsliðsfyrirmynd. Alls 92% þátttakenda dreymdi um að spila einn daginn fyrir A-landslið þjóðarinnar í knattspyrnu og voru margir tilbúnir að leggja mikið á sig aukalega til að fylgja þeim draumi eftir. Í draumaheimi væri áhugi ekki háður karla eða kvennaliðum, heldur væri áhugi tengdur íþróttum og íþróttagreinum, áhorf tengt íþróttaviðburðum og umfjöllun tengd íþróttaafrekum, allt óháð kyni íþróttafólksins sem um ræðir.
  Meginhugtök: Fyrirmynd, kyn, A-landslið, knattspyrna, ungir iðkendur.

 • Útdráttur er á ensku

  Iceland´s men´s and women´s national soccer teams were both at a major turning point when the research took place. Both teams had already reached the great milestone of playing in the UEFA European Championship (Euros). Icelandic players thereby entered the big leagues and played against Europe´s best players, took on superstars and defeated idols. Such achievements changed players into national heroes in people’s minds and their importance as role models became even greater. This essay compares the effects of role models on viewership and interest of young practitioners in terms of their gender. The conducted research aimed at getting a conclusion of these effects on 13-14 year old practitioners in relation to the Iceland’s men´s and women´s national soccer teams. Viewership of the national teams was then furthermore surveyed in relation to various media gateways, platform and type of coverage. The results revealed differences in terms of gender mainly in relation to the women´s national team and its players. Girls were more likely than boys to show interest in cross-gender teams and players, where 85% of the girls had equal interest in the men´s and women´s national teams while 83% of boys were more interested in the men´s national team than the women´s team. Participants’ observation of game related aspects of soccer and various aspects of individual players was then examined. That information proved to be helpful in forming the ideal role model for the national team. In total 92% of participants dreamt of one day playing for the Icelandic national soccer team and many were willing to put in a lot of extra effort in their pursuit of that dream. In a dream world, interest and viewership would not be limited to either men´s or women´s teams, interest would be related to a specific sport or sports in general, viewership would be related to sporting events and media would cover sporting achievements, all regardless of gender.
  Key concepts: Role model, gender, national team, soccer, young practitioners.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Landsliðsdraumurinn - PDF.pdf873.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna