Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27949
Staða ensku á Íslandi hefur styrkst til muna undanfarin ár og sumir hafa fært rök fyrir því að Íslendingar séu að verða tvítyngd þjóð. Þessi ályktun byggist á mati margra Íslendinga á eigin enskufærni, en fyrri rannsóknir hafa sýnt að margir ofmeta færni sína í ensku.
Í þessari ritgerð er mat Íslendinga á eigin enskufærni kannað og tilraunir gerðar til að setja þetta sjálfsmat í samhengi við raunveruleikann með því að prófa enskufærni þátttakenda í sömu könnun. Þátttakendur voru prófaðir á skilningi og yfirfærslu úr íslensku yfir á ensku í formi eyðufyllingarprófs.
Forkönnun var framkvæmd á málhöfum með ensku að móðurmáli til að meta gildi prófefnis. Niðurstöður forkönnunarinnar verða jafnframt notaðar til að gera samanburð á enskufærni Íslendinga og færni innfæddra enskumælandi málhafa. Einnig verður kannað hvort félagslegar breytur eins og kyn og aldur skipti máli fyrir mat á eigin enskufærni. Því hefur verið haldið fram að karlmenn séu líklegri til að ofmeta kunnáttu sína í ýmsum fögum. Auk þess hefur verið sýnt fram á í fyrri rannsóknum að yngri einstaklingar eru líklegri til að ofmeta enskufærni sína en þeir sem eldri eru því þeir hafa ekki enn fengið nægileg tækifæri til að æfa virka enskukunnáttu á mismunandi notkunarsviðum.
Í ljós kom að karlar voru líklegri en konur til að gefa enskufærni sinni einkunn á jaðrinum (þ.e. 9 eða 10) þótt hlutfall karla og kvenna sem mátu enskufærni sína sem 8 eða hærri („mjög góð enskufærni“) á kvarða frá 1 upp í 10 hafi verið svipað. Ekki var marktækur munur milli kynja hvað varðar árangur í prófhlutum könnunarinnar og hlutfall þeirra sem töldu sig vera með mjög góða enskufærni var svipað. Þegar á aldur var litið kom í ljós að þeir sem eru undir 35 ára aldri voru líklegri til að ofmeta enskufærni sína en myndin var töluvert blandaðri þegar þátttakendum var skipt upp eftir menntunarstigi. Háskólagengnir þátttakendur bjuggu yfir raunhæfara sjálfsmati á enskufærni en óháskólagengnir í skilningsprófinu en mynstrið var öfugt í yfirfærsluprófinu.
The prominence of English in Iceland has increased considerably in recent years, and it has been argued that Iceland is becoming a bilingual nation. This assumption rests on Icelanders’ perceptions of their own English ability. Previous studies have shown that many Icelanders overrate their own ability in English.
This essay surveys Icelanders’ own perceptions of their English ability, and strives to contextualise this self-assessment in the real world by testing participants’ English ability in the same survey. Participants’ comprehension ability and the extent of language transfer from Icelandic in their English was studied with a gap-filling exercise.
A pilot study was carried out on native English speakers to determine the viability of the test material. The results of the pilot study were also used as a basis for comparison between Icelanders’ and native speakers’ English ability. In addition, the essay explores the effect of demographic variables such as gender and age on participants’ assessment of their English ability. It has been claimed that men are more likely to overrate their abilities in many different areas. Previous studies have also shown that younger individuals are more likely to overrate their English ability, due to lack of sufficient opportunity to practise their productive English skills in a variety of different domains.
The survey revealed that men were more likely than women to rate their English ability as being a 9 or 10, i.e. a more extreme assessment. However, the proportion of men and women who rated their English ability 8 or higher (“very good ability“), on a scale from 1 to 10, was similar. There was not a statistically significant difference between genders in survey test performance and the proportion of those who rated their English ability as very good was similar. In regards to age, the survey showed that those under 35 were more likely to overrate their English ability, but the picture was considerably more mixed when participants were grouped by education level. University-educated participants had a more realistic self-asssessment of their English ability than non-university-educated ones in the comprehension test, but the pattern was reversed in the language transfer test.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð MN 02.06.17b.pdf | 1.43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
SkanniHugvis@hi.is_20170602_153510.pdf | 22.4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |