is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27954

Titill: 
 • Verkjamat fyrir fyrirbura PIPP-R. Þýðing og menningarleg aðlögun
 • Titill er á ensku Pain assessment for premature infants PIPP-R. Translation and cultural adaptation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fyrirburar og veikir nýburar þurfa oft að gangast undir sársaukafull inngrip vegna meðferðar eða veikinda. Mat á verkjum er nauðsynlegt ef veita á árangursríka verkjameðferð. Fjölmörg verkjamatstæki hafa verið þróuð með það að markmiði að bæta verkjameðferð þessa skjólstæðingahóps. Eitt þeirra er PIPP-R sem hefur reynst vel við rannsóknir og í klínískum aðstæðum. Við val á verkjamatstæki er mikilvægt að taka tillit til réttmætis og áreiðanleika en einnig hagnýtingu og notagildis. Það felur meðal annars í sér að verkjamatstækið sé skiljanlegt þeim sem notar það. Þegar matstæki er þýtt er mikilvægt að eiginleikar þess haldi sér. Þessi rannsókn gerir grein fyrir þýðingarferli og menningarlegri aðlögun PIPP-R á íslensku.
  Aðferð: Um er að ræða lýsandi rannsóknarsnið með eigindlegri aðferð þar sem PIPP-R er þýtt á íslensku og farið eftir leiðbeinandi skrefum ISPOR um bestu aðferð við þýðingu matstækja. Með tilgangsúrtaki voru valdir tíu hjúkrunarfræðingar af íslenskri nýburagjörgæslu sem í gegnum djúpviðtöl lögðu mat á þýðingu. Í kjölfarið var þýðingin löguð að menningarumhverfi notendahóps.
  Niðurstöður: Á fyrstu skrefum þýðingarferlis og í gegnum djúpviðtöl komu fram vandamál sem höfðu áhrif á endanlega íslenska útgáfu PIPP-R. Vandamálin voru flokkuð eftir því hvort þau tengdust verkjamatskvarðanum sjálfum eða notkun hans. Vandamál sem tengdust verkjamatskvarðanum voru flokkuð eftir því hvort þau snéru að þýðingu eða upprunalegri útgáfu. Vandamál sem tengdust notkun voru flokkuð eftir því hvort þau mætti leysa með þjálfun og fræðslu til notenda eða hvort þau snéru að notkun myndbands og skráðrar lýsingar í djúpviðtölum.
  Ályktun: Afrakstur þessarar þýðingarrannsóknar er íslensk þýðing PIPP-R sem hefur verið löguð að menningarumhverfi á íslenskri nýburagjörgæslu. Í framhaldinu er þörf á að meta áreiðanleika matstækisins á íslensku við verkjamat fyrirbura og veikra nýbura til þess að unnt sé að nota PIPP-R á íslenskri nýburagjörgæslu.
  Lykilorð: Verkjamat, verkjamatskvarði, fyrirburar, veikir nýburar, þýðing matstækis.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Premature infants and sick newborns often have to undergo painful procedures either due to treatment or illness. Pain assessment is crucial if pain treatment is to be successful. Multiple pain assessment tools have been developed to improve pain treatment as the primary goal in this population. PIPP-R is one of those assessment tools and has been used with good progress both in research and in clinical context. When choosing a pain assessment tool, validity and reliability has to be taken into consideration as well as it’s clinical utility and feasibility. It also has to be interpretet in the right way by the users. When translating an assessment tool it is important that its content be preserved. This study describes the translation process and the cultural adaptation of the PIPP-R to Icelandic.
  Method: The study is descriptive and qualitative in its approach where the PIPP-R is translated into Icelandic using the ISPOR’s ten recommended steps in translating a questionnaire. Ten Icelandic neonatal intensive care nurses, chosen with a purposive sampling assessed the Icelandic translation through cognitive interviewing. Following the translation it was culturally adapted through briefings with the users.
  Results: Some problems arose during the first stages of the translation process and cognitive interviews which affected the final translation of the PIPP-R. These issues where categorized as problems with the scale itself or in the use of the scale. Problems with the scale where narrowed down to problems with the translation or originated in the original version. Problems regarding the use of the scale where, either considered being due to the use of video and written vignette in the interviews, or solvable with training and education.
  Conclusion: The product of this translation study is an Icelandic culturally adapted translation of the PIPP-R. It is recommended that the translated version be tested for reliability in clinical situations with pain assessment in premature infants and sick newborns in order to use it in an Icelandic neonatal intensive care unit.
  Keywords: Pain assessment, pain assessment scale, premature, sick newborns, translation of instruments.

Styrktaraðili: 
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, B-hluti vísindasjóðs
Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-05-06.pdf2.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman.pdf70.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF