Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27955
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áfengisnotkun unglinga á Íslandi og hvort fjölskyldugerð og fjárhagsstaða fjölskyldu hafi áhrif á hana. Einnig var skoðað hvort kynjamunur sé á annars vegar áfengisnotkun og hins vegar hvort kynjamunur er hvernig litið er á fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar. Unnið var úr niðurstöðum ESPAD rannsóknarinnar en hlutverk hennar er að rannsaka vímuefnaneyslu unglinga í Evrópu og er það Rannsóknarsetur forvarna við Háskólann á Akureyri sem sér um að safna gögnum um íslenska unglinga. Úrtakið samanstóð af 2.321 nemanda úr 10. bekk í grunnskólum landsins. Niðurstöður voru á þá leið að 66% nemenda sögðust aldrei hafa drukkið á meðan 44% sögðust hafa drukkið. Þegar spurt var um aldur við fyrstu ölvun voru aftur á móti 88,9% sem svöruðu því að hafa aldrei orðið ölvuð á meðan 10,9% sögðust hafa orðið ölvuð í fyrsta skipti 15 ára eða yngri. Marktækur munur er á áfengisneyslu unglinga miðað við fjölskyldugerð þar sem 56% þeirra sem bjuggu einungis hjá föður höfðu drukkið, 41% sem bjuggu einungis hjá móður og 30% þeirra sem bjuggu hjá báðum foreldrum. Einnig er munur á áfengisneyslu miðað við fjárhagsstöðu fjölskyldu en þeir sem ekki hafa drukkið áfengi koma frá fjölskyldum sem eru að meðaltali svipaðar eða betur stæðar en aðrar fjölskyldur (meðaltal 3,8 og staðalfrávik 4,4). Þeir sem hafa drukkið koma frá fjölskyldum sem eru að meðaltali svolítið verr eða töluvert verr staddar en aðrar fjölskyldur (meðaltal 5,70 og staðalfrávik 29,7). Við skoðun á kynjamun á áfengisneyslu kemur í ljós að ekki er marktækur munur á milli kynjanna. Það er hins vegar töluverður munur á svörum kynjanna um fjárhagsstöðu fjölskyldu þar sem stelpur virðast telja sig koma frá verr stæðum fjölskyldum heldur en strákar, en 12,3% stelpnanna á móti 8,8% strákanna telja sig koma frá verr stæðum fjölskyldum en aðrir. Miðað við tölur um áfengisneyslu unglinga telja höfundar að mikilvægt sé að bæta enn frekar úr forvarnarstarfi gegn áfengisneyslu og er hægt að líta til starfsins sem unnið hefur verið gegn tóbaksnotkun í þeim efnum.
Lykilorð: Unglingar, áfengisneysla, fjölskyldugerð, fjárhagsstaða, forvarnir.
The objective with this research was to examine the alcohol use of adolescents in Iceland and if it´s under the influence of family structure and financial standing of the family. Also gender difference on alcohol use and how they rated their families financial standing was examined. Data from the ESPAD research was used, whose aim is to collect data on substance use among adolescents in Europe. Center for Prevention Studies at The University of Akureyri is in charge of collecting data amongst Icelandic teenagers/adolescents. Survey was conducted amongst
2.321 students in 10th grade in elementary schools. Results showed that 66% of the students have never drunk alcohol while 44% have. When asked about age at first intoxication 88,9% answered they never had been intoxicated while 10,9% said they were 15 years or younger. The
difference between alcohol use compared to family structure is significant where 56% of those who lived only with their father, 41% only with their mother and 30% with both their parents have drunk. There is also a difference on alcohol use compared to financial standing where those who come from a family that is at average similar or better off financially haven’t drunk alcohol (m = 3,8 and sd = 4,4). Those who have drunk alcohol come from families that are at average slightly or considerably worse off financially than other families (m = 5,7 and sd = 29,7). There is no gender difference in alcohol use. When looking at gender difference in financial standing on the other hand there is a difference where girls (12,3%) are more likely to answer that their
families or worse off financially than boys (8,8%). When looking at the results the authors think it’s important to do even better in preventions on alcohol use and possibly looking at what have been done in the preventions of tobacco use could be helpful.
Keywords: Adolescents, alcohol use, family structure, financial standing, prevention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif fjölskyldugerðar og fjárhagsstöðu fjölskyldu á áfengisneyslu unglinga .pdf | 625.22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |