is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27956

Titill: 
 • "Hugur einn það veit er býr hjarta nær" : þýðing og staðfæring matstækisins Sp-KRANS á þekkingu einstaklinga með kransæðasjúkdóm
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma en þeir valda einnig rúmlega 17 milljónum dauðsfalla árlega í heiminum. Með bættri fræðslu og þekkingu einstaklinga með hjartasjúkdóma á sjúkdómi sínum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að lækka dánartíðni hjá þessum hóp. Mikilvægt er að sjúklingar öðlist þekkingu á sjúkdómi sínum því aukin þekking er grundvöllur hegðunarbreytinga og eykur líkur á lífsstílsbreytingum og þar með er hægt að hægja á framgangi sjúkdómsins.
  Mikilvægt er að meta fræðslu svo hægt sé að betrumbæta hana, ef þörf er á, og þar með bæta árangur meðferðar. Áreiðanlegt og réttmætt matstæki getur varpað ljósi á gæði sjúklingafræðslu hérlendis og þannig geta fræðsluaðilar áttað sig á fræðsluþörfum sjúklinga og mætt þeim í kjölfarið. Auk þess gefur matstækið heilbrigðisstarfsfólki tækifæri til þess að bæta einstaklingsbundna fræðslu út frá svörum sjúklinga. Ekkert slíkt matstæki er til hér á landi.
  Coronary Artery Disease Education Questionnaire – Short Version (CADE- Q SV) er mælitæki sem er ætlað að meta þekkingu einstaklinga með kransæðasjúkdóm í lok hjartaendurhæfingar á sjúkdómi sínum og heilbrigðum lífsstíl. Rannsakendur þýddu og staðfærðu matstækið CADE-Q SV með rannsóknaraðferðinni ígrunduð samtöl.
  Markmið rannsóknarinnar var að þýða spurningalistann og staðfæra hann fyrir íslenska hjartasjúklinga sem hafa fengið fræðslu.
  Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar:

  1. Skilur meirihluti þátttakenda á sambærilegan hátt helstu hugtök í íslenskri þýðingu spurningalistans?
  2. Er þýðing rannsakenda á spurningalistanum áreiðanleg?
  Fyrst var spurningalistinn, CADE-Q SV, lagður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og var nokkrum spurningum breytt út frá ábendingum þeirra. Síðan var breyttur spurningalisti lagður fyrir sex einstaklinga með kransæðasjúkdóm og ábendingar fengnar frá þeim. Spurningalistanum var breytt í síðasta skiptið með aðstoð sérfræðings Reykjalundar í fræðslu og með ábendingar sjúklinganna í huga. Endanlegur spurningalisti fékk íslenska heitið: Spurningalisti um kransæðasjúkdóm (Sp-KRANS).
  Heilbrigðisstarfsfólkið taldi Sp-KRANS vera góðan mælikvarða á þekkingu einstaklinga með kransæðasjúkdóm á sjúkdómnum og heilbrigðum lífstíl. Einnig töldu sjúklingarnir hann vera fína upprifjun á fræðslunni sem þau hefðu fengið á Reykjalundi. Rannsakendur telja að hægt sér að nýta endanlegan spurningalista Sp-KRANS við rannsóknir á þekkingu einstaklinga með kransæðasjúkdóm á sjúkdómnum og heilbrigðum lífsstíl.
  Lykilorð: Hjarta- og æðasjúkdómar, fræðsluþarfir, sjúklingafræðsla, þýðing og staðfæring, ígrunduð viðtöl, þekking.

 • Útdráttur er á ensku

  One third of all deaths in Iceland can be traced to cardiovascular disease, but they also cause more than 17 million deaths annually in the world. With better patient education and increased patient knowledge, mortality can be reduced. It is essential that patients have knowlegde regarding their disease and healthy lifestyle, as increased knowledge is the basis of change of attitutes and positive behavioral changes.
  It is important to evaluate education so that it can be improved, if necessary, and thus improve the effectiveness of treatment. A reliable assessment tool can illuminate the quality of patient education in Iceland. Thus educators in nursing can assess and attend to their patients educational needs. Additionally, the assessment tool gives healthcare professionals the opportunity to improve individual education based on patient responses. No such assessment tool is available in Iceland.
  The Coronary Artery Disease Education Questionnaire – Short Version (CADE-Q SV) assessment tool was translated and adapted to Icelandic language by using cognitive interviewing. CADE-Q SV is a assessment tool designed to evaluate coronary heart disease patients knowlegde of the disease and healthy lifestyle at the end of cardiac rehabilitation.
  The aim of the study was to translate the questionnaire and adapt it to Icelandic coronary heart disease patients who have received patient education in cardiac rehabilitation.
  Two research questions guided the study:
  1. Does the majority of participants understand the main concepts in the Icelandic translation of the questionnaire in a comparable way?
  2. Is the Icelandic translation on the questionnaire reliable?
  The questionnaire, CADE-Q SV, was at first submitted to healthcare professionals and some questions were changed based on their suggestions. Then a modified questionnaire was submitted for six patients with coronary artery disease and suggestions received from them. The questonnaire was then changed for the last time based on patients suggestions and suggestions from a education specialist from a rehability center in Iceland, Reykjalundur. The final questionnaire got the Icelandic name: Spurningalisti um kransæðasjúkdóm (Sp-KRANS).
  Health professionals considered Sp-KRANS to be a good assessment tool of patients knowledge for their disease and healthy lifestyle. The patients also considered it to be a fine reminder of the education they had received at Reykjalundur. Researchers believe that the final questionnaire, Sp-KRANS, can be used for research of patients knowledge on their disease and healthy lifestyle.
  Key Words: Cardiovascular disease, educational needs, patient education, translation and adaption, Cognitive Interviewing, knowledge

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.5.2018.
Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf204.28 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf1.7 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
heimildaskrá.pdf412.99 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni til Bs gráðu.pdf4.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna