is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27957

Titill: 
 • Höfuðlaus her án mannauðsstjóra : safngreining á íslenskum rannsóknum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn verður leitast við að skoða og bera saman hlutverk mannauðsstjóra á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig fyrirtæki landsins haga sínum mannauðsmálum. Við framkvæmd rannsóknar var notast við safngreiningu (e. meta-analysis) á tíu íslenskum rannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Höfundur rannsóknar bjó til skapalón fyrir helstu viðfangsefni mannauðsstjóra sem notað var við greiningu rannsóknanna. Rannsóknin gefur góða heildaryfirsýn á helstu hlutverkum og verkefnum mannauðsstjóra. Í fræðilega hlutanum verður farið yfir bakgrunn mannauðsstjórnunar, helstu hlutverk og viðfangefni ásamt níu lyklum og þroskastigum mannauðsstjórnunar. Farið verður yfir þá aðferðafræði sem notuð var, greint frá framkvæmd rannsóknar og úrvinnsla gagna.
  Helstu niðurstöður rannsóknar voru að fyrirtæki á Íslandi leitast eftir því að yfirmenn starfsmannamála/mannauðsstjórar séu vel menntaðir og hafi þá þekkingu og hæfni til þess að sinna starfinu. Í ljós kom að meirihlutinn er með háskólamenntun. Yfirgnæfandi meirihluti eru konur sem sinna mannauðsmálum í fyrirtækjum á Íslandi og er meðalaldur á bilinu 30 til 59 ára. Fæstir eru frá 18 til 30 ára. Mannauðsstjórar eiga oftar en ekki sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækja og samkvæmt CRANET rannsókn 2012 ná þeir að halda sætinu sínu vel. Samkvæmt rannsóknum telja mannauðsstjórar að mikilvægt sé að þeir eigi sæti í framkvæmdastjórn svo þeir geti fylgt stefnu og tekið þátt í ákvörðunatöku skipulagsheilda. Algengasti fjöldi þeirra sem sinnir mannauðsmálum fyrirtækja er á bilinu einn til fjórir, en getur þó farið allt upp í þrettán manns. Niðurstöður sýna að starfsreynsla mannauðsstjóra er hlutfallslega lág og aðeins örfáir mannauðsstjórar höfðu starfað í lengur en 10 ár á sama vinnustað. Mannauðsstjórnun er tiltölulega ný atvinnugrein á Íslandi og má því álykta að það sé ástæðan fyrir því að reynsla starfsmanna sé lítil.
  Lykilorð: Mannauðsstjórnun, mannauður, níu lyklar mannauðsstjórnunar, þroskastig mannauðsstjórnunar og safngreining.

 • Útdráttur er á ensku

  In this study, efforts will be made to examine and compare the role of human resource manager in Iceland. The aim of the study is to explore how the country's businesses manage human resources. In the course of the study, a meta-analysis research method was used to examine ten Icelandic studies conducted in recent years. The author created a template for the main subjects of human resource manager that was used in the analysis of the study. The study gives a good overview of the main roles and tasks of human resources managers. The theoretical part will cover the background of human resource management, the main roles and subjects, along with nine keys and developmental of human resource management. The methodology used will be discussed, how the study was conducted and data processing.
  The main findings of the study were that companies in Iceland seek well- educated supervisors that have the knowledge and ability to do the job. Findings suggest that the majority has university education. The overwhelming majority are women with human resource affairs in companies in Iceland, and the average age is 30 to 59 years old. Fewest are from 18 to 30 years old. Human resources managers are often members of the executive management of companies and, according to the CRANET study 2012, they are keeping their seat well. According to studies, human resource managers believe it is important that they have a seat on the executive committee so that they can follow a policy and participate in discussion on decision-making of organizational units. The most common number of people per company that works with human management is between one and four, but can reach up to thirteen people. The results show that the humar resource manager's work experience is relatively low and only a few human resource managers have been working for more than 10 years in the same workplace. Human resource management is a relatively new sector in Iceland, and it can therefore be the reason for a low work experience.
  Keywords: Human resource management, human resource, nine keys and development of human resource management and meta-analysis.

Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni - Arna Fjóla Helgudóttir .pdf767.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna