is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27959

Titill: 
 • Áhrif magahjáveituaðgerða á líkamssamsetningu: Tveggja ára framsýn rannsókn
 • Titill er á ensku The effect of gastric bypass surgery on body composition: A two year prospective study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (e. World Health Oraganization, WHO) skilgreinir offitu sem það ástand þar sem hlutfall líkamsfitu er orðið það hátt að heilsa og vellíðan einstaklings er skert. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem þjást af alvarlegri offitu hafa minni lífsgæði og vegna fylgisjúkdóma offitu sé ævilengd þeirra allt að 15 árum styttri en hjá eðlilega þungum jafnöldrum. Offituaðgerðir hafa orðið vinsælar í gegnum árin og eru taldar árangursríkustu meðferðirnar við sjúklegri offitu. Mælingar á líkamssamsetningu segja mikið til um heilsu einstaklings, þ.e. hlutfallsleg mæling á magni fituvefs og fitulauss mjúkvefs. Tvíorkudofnunarmælar eru taldir hinn gullni staðall við mælingar á líkamssamsetningu vegna góðrar myndupplausnar, nákvæmni mælinga og lítils geislaálags.
  Markmið: Að meta breytingu á líkamssamsetningu eftir magahjáveituaðgerðir og athuga hvort líkamleg hreyfing hafi haft áhrif á breytingu á líkamssamsetningu.
  Efni og aðferðir: Líkamssamsetning ásamt hæð og þyngd var mæld fyrir magahjáveituaðgerð og 12 og 24 mánuðum eftir hjá 70 þátttakendum (84,3% konur, 24-65 ára). Þátttakendur voru fengnir til að svara spurningalista til að áætla hreyfingu þeirra.
  Niðurstöður: Á fyrstu 12 mánuðunum eftir aðgerð var þyngdartap marktækt bæði hjá konum og körlum, konur misstu að meðaltali 35,3 kg og karlar 41,4 kg (p<0,01). Þegar liðnir voru 24 mánuðir frá aðgerð voru konur búnar að missa að meðaltali 1,4 kg í viðbót frá 12 mánaða mælingunni en karlar búnir að þyngjast um 2,6 kg (p<0,05). Tap á fituvef og fitulausum mjúkvef var einnig marktækt hjá báðum kynjum (p<0,05) fyrir utan samanburð á mælingum milli 12 og 24 mánaða. Þó var tap á fitulausum mjúkvef marktækt hjá konum milli 12 og 24 mánaða (p<0,05). Konur misstu að meðaltali 29,4 kg af fituvef og 5,6 kg af fitulausum mjúkvef á fyrstu 12 mánuðunum og karlar 33,8 kg og 8,2 kg. Þegar 24 mánuðir voru liðnir frá aðgerð voru konur búnar að missa 0,4 kg af fituvef og 1,0 kg af fitulausum mjúkvef að meðaltali til viðbótar frá 12 mánaða mælingunni. Hjá körlum jókst fituvefurinn um 2,9 kg að meðaltali og fitulausi mjúkvefurinn jókst um 0,2 kg á milli 12 og 24 mánaða mælinganna. Hjá konum fór hreyfing úr 77,8 MET-klst (e. Metabolic equivalent tasks) á viku fyrir aðgerð í 73,0 MET-klst/viku 12 mánuðum eftir aðgerð og í 76,3 MET-klst/viku 24 mánuðum eftir aðgerð. Hjá körlum var hreyfing fyrir aðgerð að meðaltali 120,5 MET-klst/viku, 12 mánuðum eftir aðgerð var hún 49,6 MET-klst/viku og 24 mánuðum eftir var hún 25,4 MET-klst/viku.
  Ályktun: Magahjáveituaðgerðum fylgir mikið þyngdartap, sérstaklega á fyrstu 12 mánuðunum eftir aðgerð. Aðgerðin hafði jákvæð áhrif á líkamssamsetningu, þar sem hlutfall fitulauss mjúkvefs jókst á kostnað fituvefs. Heildarhreyfing virtist ekki hafa áhrif á þyngdartap og það dró úr hreyfingu bæði hjá körlum og konum eftir aðgerð.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: The World Health Organization defines obesity as a condition in which body fat percentage is increased to an extent that health and well-being are impaired. Studies have shown that obese people have a lower quality of life and due to obesity-related diseases their life expectancy is up to 15 years shorter compared to people of normal weight. Bariatric surgery has become a popular choice of treatment and is considered one of the most effective treatments for severe obesity. Measurement of body composition is important to estimate an individual‘s health, that is to measure the relative amount of fat tissue and lean soft tissue. Dual-energy X-ray Absorptiometry has become a gold standard for body composition measurements for it´s good resolution, quality and low radiation dose.
  Aim of the study: To assess the impact of gastric bypass surgery on body composition and to see if physical activity (PA) affected the outcome.
  Methods: This study was a two year prospective longitudinal study. Body composition along with height and weight was assessed before the surgery and 12 and 24 months after in 70 subjects (84.3% women, 24-65 years old). Subjects completed a PA questionnaire.
  Results: In the first 12 months from the surgery the weight loss was significant for both sexes, women lost on average 35.3 kg and men 41.4 kg (p<0.01). However, 24 months after surgery the men had gained on average 2.6 kg in comparison with the 12 months follow-up (p<0.05) and the women lost 1.4 kg. The loss of fat tissue and lean soft tissue was significant both after 12 months and 24 months (p<0.05) for both sexes but not between the 12 and 24 months follow-up (except the women‘s lean soft tissue loss, p<0.05). In women, the mean fat tissue loss was 29.4 kg after 12 months and the mean lean soft tissue loss was 5.6 kg. After 24 months the women had lost 0.4 kg of fat tissue and 1.0 kg of lean soft tissue in comparison with the 12 months follow-up. The men lost on average 33.8 kg of fat tissue and 8.2 kg of lean soft tissue in the first 12 months. After 24 months the men had gained on average 2.9 kg of fat tissue and 0.2 kg of lean soft tissue in comparison with the 12 months follow-up. In women, total PA changed from 77.8 MET-hours/week at baseline to 73.0 MET-hours/week 12 months post-surgery and 76.3 MET-hours/week 24 months post-surgery. In men, total PA went from 120.5 MET-hours/week at baseline, to 49.6 MET-hours/week 12 months post-surgery and 25.4 MET-hours/week 24 months post-surgery.
  Conclusions: Gastric bypass surgery causes significant weight loss, especially during the first post-operative year. The surgery leads to a favourable change in body composition, with increasing porportion of lean soft tissue and decreasing fat tissue. Total PA did not correlate with weight loss and total PA decreased for both sexes post-surgery.

Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Björk Baldurs.pdf2.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf690.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF