is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27960

Titill: 
 • Kostnaður við rekstur lágmarksstærðar slökkviliðs samkvæmt íslenskum lögum og reglum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta er til B.Sc gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið verkefnisins er greining lágmarkskostnaðar við lágmarks reglugerðar slökkvilið og einnig að bera saman hinn reiknaða kostnað við raunverulegan kostnað fjögurra slökkviliða utan höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin Dalabyggð, Mýrdalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmur voru valin til samanburðar þar sem þau uppfylla skilyrði verkefnisins um stærð og landfræðilega fjarlægð við stærri þéttbýlisstaði.
  Lágmarkskostnaður var greindur út frá lögum, reglugerðum og reglugerðardrögum, auk leiðbeiningarblaða sem Mannvirkjastofnun hefur birt um lágmarks fasteignastærð, vélar, tæki, búnað slökkvistöðvar, persónu- og einkennisbúnað og mannaflaþörf. Fasteignaverð var metið út frá gögnum Hagstofu Íslands um meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis utan höfuðborgarsvæðisins og verð véla, tækja, og búnaðar var notast við frá Eldvarnamiðstöðinni, sem er einn stærsti söluaðili véla, tækja og búnaðar tengdum brunamálum. Annar stór kostnaðarliður í rekstri slökkvistöðva er laun starfsfólks en út frá mönnun lágmarks reglugerðar slökkviliðs og kjarasamnings slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var hægt að reikna út hver árlegur kostnaður er við þennan útgjaldalið. Samkvæmt leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar eru eignir afskrifaðar árlega og færðar sem kostnaður fyrir sveitarfélagið inn á afskriftarreikning til að mæta fjárþörf vegna endurnýjunar á 5, 10 og 30 ára fresti. Kostnaður lágmarks reglugerðar slökkvilið er síðan borinn saman við raunverulegan kostnað sveitarfélaganna fjögurra á tímabilinu 2005-2015 en allur kostnaður er reiknaður til verðlags mars 2017, með gögnum frá Hagstofu Íslands, til að auðveldara sé að bera saman upphæðir.
  Niðurstöður verkefnisins eru að stofnkostnaður lágmarks reglugerðar slökkviliðs er 199.237.610 kr. Árlegur rekstrarkostnaður er hinsvegar að meðaltali 51.033.065 kr. þar sem greidd eru laun alls starfsfólks og afskriftir eigna eru lagðar inn á afskriftarreikning til að mæta endurnýjun eigna og búnaðar. Borið saman við rauntölur sveitarfélaganna sem voru 6-20 milljónir króna á ári, má sjá að útgjöld þeirra eru talsvert undir reiknuðum lágmarkskostnaði á tímabilinu en eru þó mun nær árlegum launakostnaði sem var rúmar 22 milljónir króna.

 • Útdráttur er á ensku

  This project has the objective of analyzing the minimum cost of minimum regulation fire department and also to compare the calculated cost to actual costs of four municipalities outside of Reykjavík. The four municipalities Dalabyggð, Mýrdalshreppur, Snæfellsbær and Stykkishólmur were chosen for comparison as they comply with the constraints of the project regarding size and geographical distance from larger densely populated areas.
  The minimum cost was calculated from the regulations set by Mannvirkjastofnun regarding minimum size of real estate, machines, devices, fire department- and personal equipment, uniforms and need for human resources. Price of real estate was calculated from data by Hagstofa Íslands on average purchase price of industrial real estate outside of Reykjavík and price of machines, device, and equipment was gathered from Eldvarnamiðstöðin, which is one of the Icelands biggest retailer of machines, devices and equipment related to fire safety. Another big expenditure in fire department operations is salaries but with human resource needs of a minimum regulation fire department it was
  possible to calculated the annual cost of salaries. According to directions from Mannvirkjastofnun assets are depreciated annually and deposited into a savings account to meet the financial obligation needed when renewing assets on a 5,10 and 30 year intervals. The cost of a minimum regulation fire department is then compared to actual cost of the four municipalities in the period of 2005-2015 but all cost is calculated to march 2017 prices with data from Hagstofa Íslands to ease the comparison of cost. The conclusion of the project is that starting cost for a minimum regulation fire department is 199.237.610 kr. Annual operations cost is on average 51.033.065 kr. where salaries of all staff is paid along with deposition of asset depreciations into savings account for renewal of assets and equipment. Compared with municipalities actual costs in the range of 6-20 million krona it is apparent actual costs are well below calculated minimum costs for the time period but are very close to the 22.344. 202 kr. cost of staff
  salaries.

Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_PeturPetursson_ha120193.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna