Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27963
Sjúkraflutningar á Íslandi
Áhersla er lögð á höfuðborgarsvæðið þar sem 2/3 þjóðarinnar búa og 2/3 hlutar allra sjúkraflutninga á landinu fara fram.
Markmiðið með rannsókninni er annars vegar að skoða hvort sjúkraflutningar dreifist jafnt yfir höfuðborgarsvæðið og hins vegar hvort íbúum í einhverjum hverfum sé hættara við slysum og/eða veikindum en öðrum.
Til að geta framkvæmt svona rannsókn þarf að skipta öllum þessum 112.810 flutningum upp á milli flokka en notast var við yfir 60.000 sjúkraflutninga. Leitast er við að finna út hvort meðalalaldur íbúa á hverju svæði hafi áhrif á það hvort þjónusta sjúkrabíla sé notuð mismikið eftir hverfum.
Skoðaðar eru tvær breytur í verkefninu, annars vegar hvert fólk var sótt og hins vegar hvar það átti lögheimili. Flutningunum er skipt upp í þrjá hluta: almenna flutninga, slys og veikindi. Það sem kemur út úr rannsókninni er að ákveðnum hverfum hættir meira til að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Þar er hverfi 103, Kringlan, sem er með til tölulega fáa íbúa en hæstan meðalaldur í efsta sætinu, bæði þegar skoðað er hvaðan sjúklingar voru sóttir og hvar þeir hafa búsetu. Enn mannfærra póstnúmer 276 Kjós, er með fæsta flutninga. Þetta kemur svona út þegar flutningarnir eru skoðaðir miðað við hverja 1000 íbúa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð_Lárus Steindór Björnsson.pdf | 1,7 MB | Lokaður til...01.06.2037 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing vegna BS.pdf | 322,94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |