is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27966

Titill: 
  • Afreksíþróttafólk : meiðsli og andleg líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Andleg líðan hjá afreksíþróttafólki hefur mikið verið í umræðunni upp á síðkastið og hafa margir þekktir íþróttamenn stigið fram og sagt frá sinni eigin reynslu. Þunglyndi og kvíði birtast oft hjá íþróttamönnum í þeirri stöðu að sjá fram á að geta ekki stundað íþrótt sína um óákveðinn tíma eða jafnvel að ferillinn sé á enda vegna meiðsla. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort að meiðsli hefðu áhrif á andlega líðan afreksíþróttamanna og hvaða aðstoð væri ákjósanlegust í bataferlinu. Níu einstaklingar tóku þátt í rannsókninni, fjórir íþróttamenn, þrír þjálfarar, sjúkraþjálfari og íþróttasálfræðingur. Tekin voru hálfopin djúpviðtöl og spurningalistar aðlagaðir að þátttakendum. Niðurstöður sýndu að meiðsli hafa neikvæð áhrif á andlega líðan og sýndu íþróttamennirnir einkenni þunglyndis og kvíða. Einkennin urðu verri eftir því sem bataferlið dróst en með ákveðni og góðri aðstoð náðu þeir að snúa til baka í sína íþrótt. Þátttakendur rannsóknarinnar voru nokkuð sammála um að ákjósanlegasta aðstoðin í bataferli er frá sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og íþróttasálfræðingum. Mikil eftirspurn er eftir íþróttasálfræðingum en fáir einstaklingar sinna þeirri stöðu hérlendis og því erfitt að leita til þeirra. Einnig er löng bið eftir sálfræðiþjónustu og því sögðust þjálfararnir sem rætt var við að þeir aðstoðuðu oft iðkendur þegar meiðsli eiga sér stað og einbeittu sér að andlegu hlið þeirra. Ályktun þessa verkefnis er að afreksíþróttafólk sem lendir í meiðslum þurfi frekari þjálfun í að takast á við andlegu hliðina í kjölfar meiðsla. Aðstoð og úrræði þurfa að vera sýnilegri samhliða meira utanumhaldi um einstaklingana og eftirfylgni í bataferlinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The mental condition of high-level competitors has been a common topic lately and many Icelandic athletes have stepped forward and talked about their own experiences. Depression and anxiety often appear among athletes in this position when they can’t practise their sport indefinitely because of injury or when career ending injury occurs. The purpose of this research was to find out if injuries would affect the mental health of high-level competitors and what the optimum assistance in the recovery process is. Nine individuals participated in the research, four athletes, three coaches, a physiotherapist and a sport psychologist. Half-open deep interviews were taken and the questionnaire adapted to the participants. The conclusion resulted in that injury have negative effects on athlete’s mental health and the athletes showed symptoms of depression and anxiety. The symptoms increased as injury periods elongated but with determination and good aid the athletes were able to return to their sport. Most of the participants agreed on that physiotherapists, psychologists and sport psychologists were the optimum assistance in the recovery process. There is a great demand for sport psychologists but only a few attend to that position in this country and is therefore hard to come by. There’s also a long wait for psychological services and therefore the coaches that were spoken to explained that they often assisted athletes when injuries occurred and focused on it’s psychological effects. The presumption for this assignment is that injured high-level athletes need further training in dealing with psychological effects of injury. Solutions and assistance need to be more visible parallel to greater support of individiuals and follow-up in the recovery process.

Samþykkt: 
  • 7.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afreksithrottafolk-Meidsliogandleglidan.pdf407 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna