is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27967

Titill: 
  • Viðhorf sauðfjárbænda til ferðamanna í réttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf sauðfjárbænda til ferðamanna sem koma í Reykjaréttir á Skeiðum og þau áhrif sem þessar heimsóknir hafa í för með sér. Eigindlegri aðferðafræði var beitt við þessa rannsókn þar sem notast var við einstaklingsviðtöl sem voru hálf-opin og fóru viðtölin fram í lok febrúar 2017.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að sauðfjárbændur sem nýta Reykjaréttir eru almennt jákvæðir í garð ferðamanna. Bændur setja þó út á skipulagsleysi í kringum réttirnar. Þeir telja nauðsynlegt að stýra betur umferð á svæðinu bæði inn í réttinni og fyrir utan þar sem fjöldi bíla leggja óskipulega og rútur stoppa upp við veg sem veldur teppu. Þar sem þetta er mjög annríkur dagur hefur reynst erfitt að komast til og frá réttunum með vélar og kerrur sem nýttar eru til þessa að flytja fé heim.
    Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið unnin áður í tengslum við réttir og ferðamenn en niðurstöður hennar ættu að nýtast sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps við ákvarðanatöku þegar kemur að skipulagi og stýringu í réttum.
    Lykilorð: Þolmörk áfangastaða og heimamanna, viðhorf heimamanna, félagsleg og menningarleg áhrif ferðamennsku, réttir og Reykjaréttir

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to examine sheep farmers’ attitude towards tourists who attend the Reykjaréttir sheep round-up in Skeiðar and explore what effect these visits can have. The approach applied was qualitative methodology where semi-structured interviews were conducted in the end of February 2017.
    The study’s results reveal that sheep farmers in Reykjaréttir are generally speaking positive towards foreign tourists. However, farmers comment on the lack of structure around the roundup. They consider it to be crucial to better control the traffic in the area, both within the roundup as well as the surroundings. A number of cars are parked in a chaotic manner and buses park by the road and this causes traffic jam. As the sheep round-up day attracts number of tourists, farmers have experienced trouble accessing the round-up using their tractors and carts to move the sheep back to their farms.
    This is the first attempt to access farmers‘ view towards increased tourism at the round-ups, and the results should be useful for the local governments in the future planning and management of the round-ups.
    Keywords: Destinations’ and locals’ carrying capacity, locals’ attitude, social and cultural effects of tourism, round-up and Reykjaréttir.

Samþykkt: 
  • 7.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf sauðfjárbænda ti ferðamanna í réttum lokaskjal.pdf1,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna