is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27970

Titill: 
  • Selfoss sem áfangastaður ferðamanna : afstaða og aðkoma hins opinbera
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eykst straumur ferðamanna með hverju ári sem líður. Ferðamennirnir sækja í að skoða landið og er Suðurland engin undantekning. Selfoss er aðalþjónustukjarninn á Suðurlandi og í raun miðsvæðis enda liggur þjóðvegur 1 í gegnum Selfoss. Lítið er um afþreyingu fyrir ferðamenn en það stendur til bóta og eru áætlanir í bígerð sem snúa að uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að finna út hvað áfangastaður þarf að hafa til að teljast góður kostur. Svo hægt verði að komast að því verður skoðað með fræðilegum hætti skilgreiningu á áfangastað ásamt því að líkön fræðimannana Gunn (2002) og Inskeep (1991) verða skoðuð og þau tengd við Selfoss svo hægt verði að greina hvar það sé staðsett í uppbyggingarferlinu. Í rannsókninni var eigindleg rannsóknaraðferð notuð og voru viðtöl tekin við þrjá einstaklinga sem tengjast Selfossi og Sveitarfélaginu Árborg með ólíkum hætti. Helstu niðurstöður rannsóknar sýna að nú þegar er hafin vinna við að efla Selfoss sem áfangastað og unnið er að stefnumótun. Þetta mun þarfnast mikillar vinnu en vonandi skilar þetta jákvæðum árangri sem styrkir Selfoss sem áfangastað ferðamanna.

  • Útdráttur er á ensku

    With each passing year the volume of tourists coming to Iceland increases. The popularity of Iceland shows no sign of abating and the South of Iceland is no exception. Selfoss is the main service center for the South of Iceland, situated just off highway 1. There is not much to do in the form of recreation for travelers around the Selfoss area. However plans are in place to improve what is on offer.
    The main point of this thesis is to find out what a destination has to offer to be considered an attractive stop over place. In order to better understand what is meant by destination and where Selfoss is situated in this process, we will use models from Gunn (2002) and Inskeep (1991) and connect them with Selfoss. In our research we used the qualitative research method, in which interviews were conducted with three individuals that were connected to Selfoss and the municipality of Árborg in different ways. The main findings of our research show that work has already begun to promote Selfoss as a destination and policies concerning tourism are being formed. A considerable amount of work still has to be done but hopefully the results will be positive and help to promote Selfoss as a tourist destination.

Samþykkt: 
  • 7.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selfoss sem áfangastaður ferðamanna. Afstaða og aðkoma hins opinbera.pdf629 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna