is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27975

Titill: 
 • Réttmæti fæðutíðnispurningalista í ferilrannsókninni Heilsusaga Íslendinga með áherslu á mjólk og ávexti: Bakgrunnsþættir og endurgjöf á mataræði til þátttakenda
 • Titill er á ensku Assessing Validity of the Food Frequency Questionnaire used in the SAGA Cohort Study with special Focus on Milk and Fruit: Background Factors and Dietary Feedback to Participants
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur og markmið: Trúverðugleiki niðurstaðna rannsókna sem snúa að mataræði og næringu byggir á nákvæmni aðferðanna sem notaðar eru. Markmið þessa verkefnis var að kanna réttmæti fæðutíðnispurningalistans (FFQ) í ferilrannsókninni Heilsusaga Íslendinga með samanburði við endurútfylltan lista og fjögurra daga matarskráningu fyrir mjólk og ávaxtaneyslu. Einnig að bera bakgrunnsþætti þeirra þátttakenda sem tóku þátt í mismunandi hlutum réttmætisrannsóknarinnar saman við þeirra sem ekki tóku þátt auk mats og útfærslu á leiðum til að gefa þátttakendum endurgjöf á mataræði þeirra.
  Aðferðir: Af 200 þátttakendum sem voru valdir handahófskennt úr forrannsókn Heilsusögu Íslendinga til að taka þátt í réttmætisrannsókninni svöruðu 88 þátttakendur (meðalaldur 57 ár ±12, konur=51%) fæðutíðnispurningalistanum á nýjan leik (FFQ2). Þar af héldu 36 þátttakendur (meðalaldur=53 ár ±11, konur=48%) einnig fjögurra daga matarskráningu. Réttmæti fæðutíðnispurningalistans með tilliti til mjólkur og ávaxtaneyslu var metið með því að bera saman svörin úr fæðutíðnispurningalistunum (FFQ1 og FFQ2) auk þess að bera seinni skráninguna (FFQ2) saman við niðurstöður úr matarskráningunni og meta fylgni. Þátttakendum sem fylltu út fjögurra daga matarskráninguna bauðst endurgjöf á eigið mataræði.
  Niðurstöður: Hvað varðar endurtakanleika var enginn tölfræðilega marktækur munur á svörum við 9 af 12 spurningum (75%) sem snéru að tíðni neyslu á nýmjólk, d-vítamínbættri léttmjólk, fjörmjólk/undanrennu, osti sem álegg, jurtamjólk, ávöxtum, ávaxtahristing eða ávaxtasafa. Munur var á svörum við spurningum um neyslu á léttmjólk, mjólkurkaffi (t.d. latte, cappuccino) og ávöxtum sem áleggi. Fylgni var há fyrir allar 12 spurningarnar, ρ≥0.4; p<0.05 (ρ=0.42-0.73, miðgildi ρ=0.60). Hvað varðar réttmæti (n=36), var enginn tölfræðilega marktækur munur á 6 af 12 spurningum þegar niðurstöður úr FFQ2 og fjögurra daga matarskráningu voru bornar saman. Þá voru 9 af 12 spurningum (75 %) með fylgni á bilinu 0.34-1.00; p<0.05. Ekki var marktæk fylgni milli spurninga um nýmjólk, ávexti sem álegg eða ávaxtahristing í þessum samanburði. Ekki var munur á bakgrunnsþáttum milli þátttakenda sem völdu að taka þátt í réttmætisrannsókninni (n=88) og þeirra sem ekki tóku þátt (n=112) hvað varðar kyn, líkamsþyngdarstuðul, menntun, hjúskaparstöðu eða notkun á áfengi en aldursmunur var á þeim sem svöruðu FFQ1 eingöngu (meðalaldur 51 ár, ±13) og þeim sem svöruðu einnig FFQ2 (meðalaldur 57 ár, ±12). Samkvæmt næringarútreikningum úr matardagbókinni var meðalneysla á trefjum, D-vítamíni og fólinsýru undir ráðleggingum. Alls óskuðu 33 þátttakendur eftir endurgjöf á mataræði, þar af óskuðu 14 eftir endurgjöf á formi viðtals, aðrir fengu endurgjöf rafrænt.
  Ályktun: Fylgni var á milli meirihluta spurninganna í SAGA-FFQ, bæði hvað varðar endurtakanleika og réttmæti sem staðfestir getu fæðutíðnispurningalistans til þess að flokka einstaklinga eftir neyslu hvað varðar mjólk og ávexti. Fjögurra daga skráning er þó hugsanlega ekki nægur tími til að meta sumar spurningarnar sem snúa að mjólk og ávöxtum. Óverulegur munur var á bakgrunnsþáttum þeirra sem tóku þátt sem eykur gildi listans enn frekar. Viðtalsform gefur næringarfræðingi mun meira rými til að gefa einstaklingsmiðaðri og betri endurgjöf borið saman við endurgjöf eingöngu í gegnum tölvupóst.

 • Útdráttur er á ensku

  Background and aims: Credibility of findings from nutritional studies relies on the accuracy of the methods used. The aims of this study were to validate part of the FFQ used in the SAGA cohort study by using comparison to a redone questionnaire and four-day food recording, with special focus on milk and fruit. Also to compare background factors of those who participated in different parts of the validation study to the background factors of those who did not participate and finally to reflect on best practice in communicating dietary advice to the participants.
  Methods: Of 200 participants who were randomly recruited from the pilot study of the SAGA cohort study to participate in the present validation study 88 participants (mean age=57 years, ±12, women=51%) answered the questionnaire again (FFQ2). Of those 88, 36 participants (mean age=53 years, ±11, 48% women) also did a four-day food record (FDFR). Validity of the SAGA cohort FFQ with regard to milk and fruit consumption was assessed by comparing the answers from the food frequency questionnaires (FFQ1 and FFQ2), as well as compare the answers from the latter questionnaire (FFQ2) to answers from the food recording. Spearman's rank correlation was used to assess the reproducibility and validity. All participants who completed the FDFR were offered personal dietary feedback on their own diet.
  Results: For reproducibility, there was no significant difference for 9 out of 12 answers relating to frequency of consumption for whole milk, vitamin-D enriched semi-skimmed milk, skimmed milk, cheese as topping, non-dairy milk, fruits and berries, fruit smoothie or fruit juice. Difference was found for answers relating to frequency of consumption for semi-skimmed milk, milk coffee (e.g. latte, cappuccino) and fruit as topping. Correlation for all the 12 questions was high ρ≥4 p<0.05 (ρ=0.42-0.73, median ρ=0.60). For validity (n=36) no significant difference was for 6 out of 12 questions when comparing the answers to the FFQ2 to the answers to the Four-Day Food Record. Acceptable correlations were found for 9 out of 12 questions (ρ=0.34-1.00). Questions on whole milk, fruit as topping and fruit smoothie did not show significant correlations to the reference method. No difference in background factors between participants in present study (n=88) and participants in only the pilot study (n=112) regarding gender, Body Mass Index (BMI), education, relationship status or the use of alcohol was observed. Participants in present study were on average older compared to the non-participants (57 vs. 51 years). Of the nutrients calculated here, the median intake of fiber, vitamin-D and folic acid were below the recommended intake. A total of 33 participants accepted the invitation of free dietary feedback, whereof 14 chose the face-to-face dietary feedback, the others received dietary feedback through e-mail.
  Conclusion: Majority of the questions in the SAGA-FFQ had an acceptable correlation both in terms of reproducibility and validity, thus ensuring its use for ranking individuals according to their level of intake of milk and fruit. It is though likely that four days of food recording is not sufficient time to assess some of the questions regarding consumption of milk and fruit. Unsubstantial difference was found for background factors of those who participated adding to the value of the questionnaire. Dietary feedback in the form of face-to-face interview provides much better and individually focused advice compared to online dietary feedback.

Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynhildur_meistararitgerð_30_ECTS_PDF.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg90.75 kBLokaðurYfirlýsingJPG