Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27976
Áhugi á Íslandi sem áfangastað heldur áfram að aukast. Mikilvægt er að gæta að því að upplýsingar frá ferðamálayfirvöldum sem ætlaðar eru ferðamönnum endurspegli það sem þeir hafa áhuga á að vita. Niðurstöður sýna að algengast er að ferðamenn vilji fá allar almennar upplýsingar um Ísland, einhverskonar rafrænan kynningarbækling um Ísland þar sem týnt er saman hvaða afþreying er í boði, gistimöguleikar, bílaleigur og margt fleira. Margir vilja einnig fá upplýsingabækling á pappírsformi um Ísland og eftirspurn er eftir fríu góðu vegakorti. Ferðamenn spyrja einnig mikið um vegabréf og málefni tengd þeim. Athygli vakti að lítið var spurt um einstök svæði á Íslandi en helst var spurt um hálendi Íslands og þá gönguleiðir og gistimöguleika í Landmannalaugum og nágrannasvæðum. Lítið sem ekkert er spurt um önnur landssvæði en höfuðborgarsvæðið og Suðurland, en þó er talsvert spurt um almenningssamgöngur. Mikilvægt er að halda áfram að samræma og bæta upplýsingar sem ferðamálayfirvöld beina að ferðamönnum og vinna þarf í að þýða upplýsingar frá opinberum yfirvöldum á fleiri tungumál en ensku og þýsku. Slík vinna mun skila sér í ánægðari og betur upplýstari ferðamönnum og gera Íslandsdvöl þeirra ánægjulegri.
Lykilhugtök: Aðdráttarafl og ímynd áfangastaða. Skilgreining á ferðamanni og gesti. Leitarhegðun ferðamanna . Ferðaþjónusta á Íslandi
Interest in Iceland as a tourism destination continues to grow as it has in the past years. It is important that official information aimed at tourists reflect the topics and issues they are interested in knowing before visiting Iceland. Conclusions in this study show that what
tourist are most interested in knowing before visiting Iceland are. General information on Iceland, e-brochure where they can find information on what to do and see in Iceland, accommodation, car rental, and they also want a good road map. Issues with passports and visa are also a common topic. What is most interesting is that most inquiries are on general terms and few are aimed at specific destination with in Iceland. The only part of Iceland that gets some special attention is the highlands and those inquiries revolve around accommodations, hiking paths and roads that lead to that area. Very few inquiries are about
other areas in Iceland, the capital area around Reykjavík and South Iceland are those areas that follow the highland inquiries. It is important to continue improve information from tourism authority to ensure that the information that tourist seek are reliable and help make
their trip to Iceland a enjoyable one.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak til skemmu.pdf | 870,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |