is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27977

Titill: 
 • Íþróttaumfjöllun stóru miðlanna, RÚV og Stöð 2 : er íþróttafréttaumfjöllun á Íslandi í samræmi við íþróttaáhuga Íslendinga?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn var leitast eftir því hvort íþróttaumfjöllun stærstu fjölmiðla landsins væri í samræmi við íþróttaáhuga Íslendinga. Var þetta gert með því að telja allar íþróttafréttir í kvöldfréttatímum tveggja stærstu fjölmiðla landsins, RÚV og Stöðvar 2. Þegar það hafði verið gert voru niðurstöður talningar bornar saman við iðkendatölur á Íslandi og skoðað hvort samræmi væri á milli fjölda íþróttafrétta og iðkenda í tilteknum íþróttagreinum. Fyrri rannsóknir á þessu sviði benda til þess að töluverðs misræmis gæti í íþróttafréttaumfjöllun þar sem nokkrar af stærstu íþróttagreinum landsins fái lítið pláss í helstu fjölmiðlum landsins.
  Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að knattspyrna tekur gífurlega mikið pláss í íþróttafréttaumfjöllun en er um leið vinsælasta íþróttagrein landsins. Stórar íþróttagreinar á borð við hestaíþróttir og fimleika fá hins vegar lítið sem ekkert pláss í kvöldfréttatímum stöðvanna tveggja.
  Lykilhugtök: Fjölmiðlar, sjónvarp, íþróttaumfjöllun

 • Útdráttur er á ensku

  This study examines whether sports coverage on Iceland’s biggest TV channels is in accordance with the number of registered participants in sports. Sports coverage on RÚV TV (the national broadcaster) and Stöð 2 (the main privately owned competitor) was monitored over 36 randomly chosen days in the year 2016. For the chosen days all sports coverage was examined and counted how often each type of sports occurred. The amount of coverage was compared with the number of registered participants in different sports within ÍSÍ (The National Olympic and Sports Association of Iceland). Previous research suggests that there are considerable discrepancies in sports news coverage, as some of the country's largest sports receive little space in the country's main media. This study confirms these results. More than half of the sports coverage in the two biggest TV channels is on soccer and sports which enjoy huge popularity in terms of registered participants, such as equestrian sports and gymnastics receive very little attention.


  Key concepts: Icelandic media, television, sports coverage

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.8.2017.
Samþykkt: 
 • 7.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerdarnarlokaafurd.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna