Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27980
Stjórnun fiskveiða á villtum veiðistofnum við Íslands er þjóðhagslega gríðarlega mikilvægt viðfangsefni. Í þrjá áratugi hefur stjórnun grundvallast á beinni aðferð, aflmarskerfi, þar sem hámarksafli í samræmi við reiknaða afraksturgetu er gefinn út fyrir hverja nytjategund í upphafi fiskveiðiárs, kallaður upphafsúthlutun aflamarks. Sveigjanleiki í aflamarkskerfinu sem kallaður er tegundatilfærsla, ætluð er til að hindra brottkast vegna meðafla, heimilar útgerð að skipti aflamarki úr einni tegund botnfisks í aflamark annarrar með ákeðnum takmörkunum. Tegundatilfærsla gefur möguleika á að raunveiði fiskitegundar verði töluvert umfram úthlutað aflamark. Markmið þessa lokaverkefnis er að skýra mikilvægi tegundatilfærslu innan aflamarkskerfins og þróun á nýtingu hennar fyrir og eftir síðustu breytingar á lagaramma hennar sem gerðar voru árið 2011.
Rannsóknarspurningar ritgerðarnar eru:
1. Hafa breytingar um ákvæði tegundatilfærslu í lögum gerðar árið 2011 haft áhrif á hlutfall tegundatilfærslu m.v. upphafsúthlutun aflamarks?
2. Gefur umfang tegundatilfærslu tilefni til að skoða nánar hvort taka þurfi tillit til hennar við ákvörðun á aflamarki í meira mæli en gert hefur verið?
Í rannsókninni var skoðað samhengi tilfærslu og upphafsúthlutunar á aflamarki og þróun þess sl. 10 ár hjá níu botnfisktegundum. Umframveiði sem rekja má til tegundatilfærslu sl. 5 fiskveiðiár er greinileg hjá 4 tegundum; sérstaklega ýsu og þykkvalúru, auk karfa/gullkarfa og steinbít. Niðurstöður benda til að breytingar á ákvæðum um tegundatilfærslu í botnfiski með lögum frá 2011 hafi dregið úr umfangi tegundatilfærslu og því einnig hættu á ofveiði af hennar völdum. Tegundatilfærsla er nauðsynlegur sveigjanleiki innan aflamarkskerfisins og engin ástæða er að svo stöddu til að breyta núverandi ákvæðum, en mikilvægt er að skoða áhrif tegundatilfærslu á veiðiálag. Það er því talin full ástæða til að skoða hvort ekki þurfi að taka áhrif tegundatilfærslu inn í aðferðafræði við úthlutun aflamarks og veiðiráðgjöf.
Fisheries of wild fish stocks has been and is one the main pillars of the Icelandic economy. Therefore fisheries management is hugely important subject in Iceland. For three decades, fisheries management has been based on individual transferable quota (ITQ) system in which annually total allowable catch (TAC) of each fishspecies is decided based on scientic recommandation in order to induce suistainble fishing.
Flexibility is in the quota system that can lead to overshoot in catches compared to set TAC. One of the main flexibility factors is conversion of the quota of one species to that of another, called here quota conversion and is the subject of this thesis. The purpose of the thesis is to clarify the importance of conversion of quota of one species to that of another within the ITQ system in recent years. The extent and
develpement of the use of quota conversion was analysis and compared before and after last changes of its legal framework made in the year 2011. In this thesis the following questions was considered:
1. Have the changes from 2011 influenced the use of quota conversion?
2. Is the quota conversion factor so important that it should be taken more into account in the calculation and decision of initial TAC?
In this research the the relationship between quota conversion and initial TAC of 9 fish species during the last 10 years was analysed. Overshoot in cathes compared to initial TAC due quota conversion was apparent for 4 species: in particular for haddock and lemon sole, but also for redfish and catfish. Main results of this study indicate that the use of quota conversion has decreased after the legal frameword
changes made in 2011. Quota conversion is a neccessary flexibility factor within the ITQ system in order to prevent discards of bycatch. However, good reason is to examine further to take quota conversion directly into account in decision making of initial TAC.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Tegundatilfærsla í aflamarkskerfi - Ritgerð.pdf | 2,44 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Tegundatilfærsla í aflamarkskerfi - Forsíða.pdf | 995,86 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |