is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27984

Titill: 
  • Greining á lípíðinnihaldi þorskroðs græðlings með massagreiningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrálát sár eru sár sem ekki gróa á eðlilegum tíma og eru viðvarandi í langan tíma. Þessi gerð sára er að verða sí algengari. Meðhöndlun þrálátra sára er orðin að sérgrein innan heilbrigðiskerfisins þar sem meðhöndlun hefur reynst erfið og kostnaðarsöm. Hefðbundin meðferð styðst við notkun sér tilgerðra græðlinga og/eða sárastoðefnis. Eldra fólk er í aukinni áhættu við að fá þrálát sár auk fólks með æðasjúkdóma og sykursýki. Þrálát sár skerða lífsgæði fólks verulega og geta leitt til dauða, því er mikilvægt að þróa ný meðferðarúrræði. Ein ástæða þess að erfitt hefur reynst að meðhöndla þrálát sár er langvarandi bólga. Lípíð gegna fjölþáttahlutverki í bólgusvari líkamans. Til dæmis hefur verið sýnt að omega-3 fitusýrurnar DHA og EPA hafa bólgueyðandi virkni. Í þessari rannsókn var lípíð innihald græðlings úr þorskroði borið saman við lípíðinnihald tveggja græðlinga sem fyrir eru á markaðnum sem og græðlings úr mannshúð. Einnig var lípíð innihald laxa og þorskroðs græðlinga sem hafa verið bleikjaðir og óbleikjaðir borið saman. Heildarmagn lípíða í efnunum var greint bæði m.t.t. til þyngdar og flatarmáls á græðlingi. Fitusýru greining var framkvæmd með bæði gasskilju (GC) og vökvaskilju tengdum við massagreini (UPLC-MS). Niðurstöður benda til þess að þorskroðs græðlingurinn hefur hærra hlutfall omega-3 fitusýrana EPA og DHA og einnig að lípíðinnihald þorskroðs sé frábrugðið annarra græðlinga sem notaðir eru við meðhöndlun þrálátra sára.

  • Útdráttur er á ensku

    Chronic wounds are wounds that don´t heal at a normal rate and are persistant for a long time. This type of wounds are getting more frequent. Treatment of chronic wounds has become a specialty within the healthcare system, as treatment has proven to be difficult and costly. Traditional treatment is based on the use of skin grafts. Older people are at increased risk of getting chronic wounds, as well as people with vascular diseases and diabetes. Chronic wounds severely impair people´s quality of life and can lead to death. Thus development of new treatment methods is of the upmost importance. One of the reasons why it has been difficult to treat chronic wounds is persistent inflammation. Lipids play many roles in the inflammatory responses of the body. For example, omega-3 fatty acids DHA and EPA have been shown to have anti-inflammatory activity. In this study the lipid content of cod skin graft was compared to the lipid content of two skin grafts currently on the market, and skin graft out of human skin. The lipid content of salmon and cod skin grafts, which have been bleached and unbleached were compared. The total amound of lipids in the substances was reported both with respect to the weight and area of the skin graft. Fatty acid analysis was performed with both gas chromatography (GC) and fluid chromatography connected to mass spectrometer (UPLC-MS). Results indicate that the cod skin graft has a higher proportion of omega-3 fatty acids, EPA and DHA. And also that the lipid content of the cod skin graft differs from other skin grafts used in the treatment of chronic wounds.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Lilja Kubielas Hafliðadóttir.pdf1.45 MBLokaður til...31.05.2027HeildartextiPDF
Lokaverkefni ILKH.jpg1.56 MBLokaðurFylgiskjölJPG