is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27985

Titill: 
 • Árangur sjúkraþjálfunar hjá sjúklingum með starfræn einkenni: Kerfisbundin samantektarrannsókn
 • Titill er á ensku A Systematic review of the effectiveness of physiotherapy among patients with functional disorder
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Starfræn einkenni eru skilgreind sem taugaeinkenni án vefrænna skýringa. Konur greinast oftar með sjúkdóminn en karlar og er meðalaldur við greiningu í kringum 40 ár. Starfræn einkenni eru fjölbreytt, misalvarleg og misalgeng. Sjúkraþjálfun er þekkt meðferðarúrræði og hefur öðlast gildi sem meðferð fyrir sjúklinga með starfræn einkenni.
  Markmið: Að gera kerfisbundna samantekt á árangri meðferða sjúkraþjálfara hjá sjúklingum með starfræn einkenni.
  Aðferð: Gagnabankarnir Cinahl, Medline – Ovid, Proquest og CSA, Science direct – Elsevier og Medline – Pubmed voru notaðir við að finna greinar sem lýsa meðferðum og árangri sjúkraþjálfara við meðhöndlun sjúklinga með starfræn einkenni. Leitað var að rannsóknum á ensku sem birst höfðu frá 6. september 2012 til 19. febrúar 2017.
  Niðurstöður: Við leitina komu upp 881 grein en aðeins 12 rannsóknir uppfylltu inntökuskilyrðin sem voru notuð í kerfisbundnu samantektinni. Ein slembivalin samanburðarrannsókn fannst við leitina en aðrar rannsóknir voru af lægra sönnunarstigi. Rannsóknirnar innihéldu fáa þátttakendur og var helmingur þeirra tilfellarannsóknir með einum þátttakanda. Mismunandi aðferðir voru notaðar við sjúkdómsgreiningu, mat á árangri og meðferð var fjölbreytt. Allar rannsóknirnar nema ein rannsökuðu áhrif af þverfaglegri nálgun í meðferð sjúklinga með starfræn einkenni þar sem sjúkraþjálfun var hluti af heildarmeðferð og því erfitt að ákvarða hvaða íhlutun skilar mestum árangri. Algengasta meðferðarnálgun sjúkraþjálfara var atferlismótun og var hún notuð í helmingi rannsóknanna. Niðurstöður bentu til mögulegra jákvæðra áhrifa af sjúkraþjálfun.
  Samantekt: Fáar hágæða rannsóknir um meðferðir sjúkraþjálfara fundust við leitina. Vísbendingar eru um jákvæð áhrif af sjúkraþjálfun en frekari rannsókna er þörf til að hægt sé að álykta um að sjúkraþjálfun beri árangur.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Functional disorder is defined as neurological symptoms without organic cause. The average age to be diagnosed is forty years, with women being more prone to the illness. Symptoms of functional disorder are diverse and differ in severity and prevalence. Physiotherapy is recognized as a common treatment for this group of patients.
  Aims: To conduct a systematic review to evaluate the effectiveness of physiotherapy treatments for patients with functional disorder.
  Method: The database search of effects of physiotherapy intervention in patients with functional disorder included Cinahl, Medline – Ovid, Proquest og CSA, Science direct – Elsevier and Medline – Pubmed from September 6th 2012 to February 19th 2017.
  Results: The search resulted in 881 articles of which 12 studies fulfilled the selection criteria and were reviewed. Only one randomized controlled trial was found, but other studies were of lower level of evidence. The studies included few participants and half of them were case studies including one participant. Different methods were used in the diagnosis of the disorder, evaluation of outcomes and treatment approach varied. All the studies except one examined the effects of a multidisciplinary approach on the intervention including physiotherapy and therefore, it is difficult to determine which intervention is most effective. Behaviour shaping was the most commonly used physiotherapy approach, used in half of the studies. The results of the review indicated positive effects of physiotherapy.
  Summary: Few high-quality researches were found. Results demonstrated improvement but further research is necessary before it can be concluded that physiotherapy is effective for people with functional disorder.

Samþykkt: 
 • 8.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð (Soffía og Birna) - NOTA! (PDF).pdf674.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.TIF1.06 MBLokaðurYfirlýsing um meðferð lokaverkefnisTIFF