is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27986

Titill: 
  • Mæling á svörtu kolefni / hreinu kolefni úr útblæstri bíla: Þróun aðferðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Svart kolefni/hreint kolefni eru hluti af kolefniskennda hluta efnis sem myndast við ófullkominn bruna jarðefnaeldsneytis og hafa aukist töluvert í náttúrunni síðustu áratugina eða eftir iðnbyltingu. Þetta eru efni sem geta bæði valdið náttúrunni sem og mönnum miklum skaða. Talið er að svart kolefni geti verið krabbameinsvaldandi sem og að þessi efni geti haft gífurleg áhrif á loftslag og vistkerfi.
    Í þessu verkefni var leitast eftir því að þróa aðgengilega aðferð til þess að mæla svart/hreint kolefni sem hagnýta mætti til þess að mæla magn þessara efna í díselútblæstri. Verkefnið var tvíþætt. Annars vegar prófun á brennslu ólífræns og lífræns kolefnis þar sem notaður var brennsluofn af gerðinni CD-1200G (Vacuum tube high temperature furnace). Þar voru notuð kol og sellulósi til þess að reyna að greina hvernig brennsluaðferð þyrfti að nota til þess að brenna allt lífræna kolefnið en halda öllu ólífræna efninu í sýninu til þess að þróa áfram aðferð til mælinga á svörtu/hreinu kolefni. Hins vegar var prófuð NIR greining á sýnum úr díselútblæstri sem safnað var á ryksíur og athugað hvort litróf fengjust sem gæfu vísbendingar um innihald svarts/hreins kolefnis.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Björk Lárusdóttir.pdf6.95 MBOpinnPDFSkoða/Opna