Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27988
Mikil aukning mjaltaþjóna hér á landi hefur vakið upp spurningar um hvort það ,,borgi sig” fyrir bændur að fjárfesta í mjaltaþjóni. Einn liður í slíku mati er rekstrarkostnaður við mjaltatæknina. Meginmarkmið þessa verkefnis er að bera saman rekstrarkostnað mjaltagryfju og mjaltaþjóns út frá bókhaldsgögnum um beinan rekstrarkostnað.
Rekstrarkostnaður vegna viðhalds og hreinlætisvara fyrir mjaltagryfju og mjaltaþjón var reiknaður og hann borinn saman á 12 kúabúum. Niðurstöður útreikninga leiddu í ljós að rekstrarkostnaður vegna viðhalds og hreinlætisvara væri hærri fyrir mjaltaþjón en mjaltagryfju. Helstu niðurstöður voru þær að kostnaður við hreinlætisvörur var sambærilegur á milli búa hvort sem notaður var mjaltaþjónn eða mjaltagryfja en varahlutir og viðgerðir voru mun hærri kostnaðarliður hjá búum með mjaltaþjón en hjá búum með mjaltagryfju.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS Auður Ingimundardóttir.pdf | 885.03 kB | Opinn | Skoða/Opna |
Athugsemd: Lokað að beiðni höfundar vegna mögulegrar sölu á verkefninu til fyrirtækja.